Fennelsalat

Halldór kokkur Heilsustofnun deilir hér með okkur gómsætri uppskrift að fennelsalati. Þetta salat klikkar ekki.

UPPSKRIFT

3 stk. fennel

DRESSING

1 handfylli ferskur kóríander
4 hvítlauksgeirar
1 sellerístöngull
Handfylli sellerí lauf
4 msk. ólífuolía
4 msk. eplaedik
Safi úr einni sítrónu

AÐFERÐ

Fennelið er skorið í tvennt og svo í þunnar sneiðar.
Allt sem fer í dressinguna er sett í blandara og unnið þangað til silkimjúkt. Þá er dressingunni blandað saman við fennelið.

Frábært salat með td steiktum fisk.

Halldór Steinsson, yfirmatreiðlsumeistari

Related posts

Hollustustykki – Uppskrift

Sænskar kókoskúlur

Bleik október hugleiðing