Rafrettur – kostir og gallar / Málþing í mars 2018

Málþingi NLFÍ undir yfirskriftinni  „Rafrettur – kostir og gallar“ sem haldið var á þriðjudagskvöldið 13.mars síðastliðinn tókst einstaklega vel og var þátttaka mjög góð

Notkun rafretta hefur aukist mjög mikið undanfarin ár hér á landi og sitt sýnist hverjum um það. Sérstaklega má greina þessa notkun hjá börnum og unglingum.  NLFÍ hefur ætíð viljað vera í fararbroddi í heilsueflingu landsmanna og efndi því til þessa málþings um rafrettur. Á mælendaskrá voru margir helstu sérfræðingar á sviði forvarna, rannsókna, lækninga og æskulýðsstarfa á Íslandi.

Fundarstjóri:
Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir dósent og sviðsstjóri sálfræðisviðs HR.

Eftirfarandi erindi voru flutt:

Auk frummælenda tóku þátt í pallborðsumræðum:

  • Hafsteinn Viðar Jensson, verkefnisstjóri Tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis
  • Jóhanna S. Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Ráðgjöf í reykbindindi.

Hér má nálgast upptöku af öllu málþinginu (hefst á 4.mínútu).

Það er von fræðslunefndar NLFÍ að þetta málþing hafi svarað einhverjum spurningum um kosti og galla rafretta.
NLFÍ þakkar öllum þeim sem tóku þátt í þessu málþingi og vill enn og aftur minna á slagorð sitt „berum ábyrgð á eigin heilsu“

Related posts

Vel heppnuð matþörungaferð

Matþörungaferð 21.september

Vel heppnað kryddjurtanámskeið