Málþingi NLFÍ undir yfirskriftinni „Rafrettur – kostir og gallar“ sem haldið var á þriðjudagskvöldið 13.mars síðastliðinn tókst einstaklega vel og var þátttaka mjög góð
Notkun rafretta hefur aukist mjög mikið undanfarin ár hér á landi og sitt sýnist hverjum um það. Sérstaklega má greina þessa notkun hjá börnum og unglingum. NLFÍ hefur ætíð viljað vera í fararbroddi í heilsueflingu landsmanna og efndi því til þessa málþings um rafrettur. Á mælendaskrá voru margir helstu sérfræðingar á sviði forvarna, rannsókna, lækninga og æskulýðsstarfa á Íslandi.
Fundarstjóri:
Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir dósent og sviðsstjóri sálfræðisviðs HR.
Eftirfarandi erindi voru flutt:
- Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra flutti ávarp um frumvarp sitt um rafrettur.
- Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði við Karolinska Institutet og HR. „Veipur – Tæki til að hætta að reykja – staða rannsókna“
- Björn Magnússon lungnalæknir Heilbrigðisstofnun Suðurlands. „Rafrettur, reykingar og lungun“
- Árni Guðmundsson, aðjúnkt og sérfræðingur í æskulýðsmálum. Og hvað svo? Eru veipsjoppur til að fá unglinga til þess að hætta „að reykja“?
- Karl Andersen, hjartalæknir Landspítala Háskólasjúkrahús. „Rafstautar – Bót eða böl“
- Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við West Virginia University, School of Public Health og HR. „Hver er hættan af rafrettunotkun unglinga?“
Auk frummælenda tóku þátt í pallborðsumræðum:
- Hafsteinn Viðar Jensson, verkefnisstjóri Tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis
- Jóhanna S. Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Ráðgjöf í reykbindindi.
Hér má nálgast upptöku af öllu málþinginu (hefst á 4.mínútu).
Það er von fræðslunefndar NLFÍ að þetta málþing hafi svarað einhverjum spurningum um kosti og galla rafretta.
NLFÍ þakkar öllum þeim sem tóku þátt í þessu málþingi og vill enn og aftur minna á slagorð sitt „berum ábyrgð á eigin heilsu“