Yfirheyrslan – ANDRI ICELAND

Vilhjálmur ANDRI Einarsson heilsu- og lífsleikniþjálfari er einn helsti sérfræðingur Íslands í kuldameðferð og öndunaræfingum. Hann rekur vellíðunar- og heilsuþjálfunarstöðina ANDRI ICELAND.
Andri tók þátt í málþingi NLFÍ um köld böð og sjósund sem haldið var nýleg.
Það er okkur hjá NLFÍ mikill heiður að fá að kynnast Andra aðeins nánar.

Fyrstu sex í kennitölu
110975

Fullt nafn
Vilhjálmur Andri Einarsson

Ertu með gælunafn?
ANDRI ICELAND

Fjölskylduhagir og einhver gæludýr?
Giftur Tanit Karolys og á 3 yndislegar stelpur og 1 á leiðinni. Enn engin gæludýr

Hvar ertu fæddur og uppalinn?
Í Reykjavík

Núverandi búseta?
Garðabær

Menntun?

  • Heilsuþjálfari
  • Level 2 Wim Hof Method Viðurkenndur þjálfari
  • Oxygen Advantage Viðurkenndur þjálfari
  • XPT Viðurkenndur þjálfari
  • Buteyko Clinic International Viðurkenndur þjálfari

Atvinna?
Stofnandi ANDRI ICELAND

Hvenær og af hverju byrjaðir þú að stunda köld böð?
2015 – Ég var að leita að lausn á langvarandi sársauka sem ég hafði í líkama mínum í áratugi. Sem er í dag alveg horfið þökk sé kuldanum og andardráttinum.

Hefur þú alltaf verið mikið fyrir kuldann?
Nei, ég var bara ekkert fyrir kuldann.

Hefur þú stundað einhverjar íþróttir?
Fimleika og Brazilian jiu-jitsu

Fylgir þú einhverri ákveðinni stefnu í mataræðinu s.s. paleo, ketó, whole9 eða annað? Og ef svo er þá afhverju?
WFPB – Whole Food Plant Based. Það skiptir máli hvað þú borðar.

Hverjar eru þínar fyrirmyndir í starfi og lífinu almennt?
Wim Hof, Dr. Zach Bush, Dr. Andrew Huberman, Dr. Gabor Maté, Dr. Joe Dispenza, til að nefna aðeins nokkrar.

Hversu marga facebook vini áttu?
Eflaust of marga ????

Hver var síðasti facebook status þinn?
Myndband af mér syngjandi í ísbaði

Hversu marga fylgjendur áttu á instagram
3.000 Ig, 10.000 Fb

Hverju deildir þú síðast á instagram?
Myndband í Jökursarlóni

Ertu á  twitter (X)? Og ef já þá hverju deildir þú síðast?
Nei

Ertu á tiktok?
Nei

Uppáhaldsmatur?
Heimagerð fajita/burrito

Uppáhaldsdrykkur?
Íslenskt vatn

Uppáhaldslag og tónlistarmaður (konur eru líka menn)?
Lovely Day, Bill Withers. Ótrúlega gaman að byrja daginn á að dansa við þetta lag með allri fjölskyldunni.

Getur tónlist aðstoðað við að þola kulda og þá hvernig tónlist?
Já, ef þú trúir því þá mun hún gera það 🙂

Uppáhaldsbíómynd?
Margar frábærar kvikmyndir – ég hef meira gaman af kennsluefni, eins og bókum, heimildarmyndum eða hlaðvörpum. Ein frábær heimildarmynd er „The Wisdom of Trauma“ eftir Dr. Gabor Maté, og bók sem ætti að gera mynd úr er „Breath“ eftir James Nestor.

Frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Wim Hof, Ísmannin sjálfan

Markmið í starfi?
Að styrkja aðra með heilsu sinni og uppgötva getu þeirra til að vera í lagi, sama hvað.

Markmið í lífinu?
Að hjálpa öðrum og breiða út boðskapnum um kraft sjálfsheilsu

Mottó?
Settu sjálfan þig í fyrsta sætið

Hræðist þú eitthvað?
Örugglega, er bara ekki viss hvað það er nákvæmlega 🙂

Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Ekkert sem ég man eftir.

Eitthvað sem þú sérð mikið eftir og vilt/þorir að deila með lesendum?
Ekkert. Allt í lífinu gerist af ástæðu.

Hvað er það sem fáir vita um þig?
Það að ég nota lesgleraugu

Hvað hefur þú verið lengi í köldu vatni (undir 5°C)?
Þetta snýst ekki um hversu lengi, heldur hversu afslappaður þú ert í kuldanum. Vísindin sýna að þú færð nær allan ávinninginn á aðeins um 2 mínútum. 

Notar þú einhver bætiefni (fæðubótarefni) sem þér finnst hjálpa þér að ná árangri í lífi og starfi? Geta bætiefni hjálpað í kælingu og öndun?
Ég nota enginn bætiefni

Hvaða öndun ert þú að kenna þínum skjólstæðingum s.s. Bbuteyko, 4-7-8, eða annað? Af hverju velur þú þessa öndun?
Wim Hof Method, Buteyko, Oxygen Advantage og XPT. Þetta eru vísindalegar aðferðir með margra ára rannsóknum á heilsufarslegum ávinningi þeirra.

Hvað borðar þú, ef eitthvað áður en þú ferð í kalt bað?
Ég borða ekki endilega áður en ég fer inn. Ég einbeiti mér að því að slaka á og njóta

Hvaða góðu og einföldu ráð getur þú gefið fólki sem er byrjað að nota kælingu og öndun til heilsueflingar?
Búa til rútinu, gera þetta daglega, hægt og rólega. Minna er oft meira.

Geta allir stundað köld böð? Ef ekki, hverjir ættu helst ekki að stunda þau?
Þetta hentar ekki barnshafandi konum eða fólki með alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma. Vinsamlegast ráðfærðu þig við lækninn þinn varðandi heilsufar þitt.

Hvað mælir þú með löngum tíma í köldum potti til að byrja með?
Hlusta á líkamann þinn og muna að minna er meira.

Hvað eru að þínu mati grunnþættir góðrar líkamlegrar og andlegrar heilsu?
Jafnvægi

Hvað er framundan hjá þér?
Að flytja í nýja og stærri vinnustofu í Rauðargerði 25 þar sem ég mun bjóða upp á fleiri heilsutengd námskeið og tíma í stundaskrá.

Eitthvað að lokum?
Þú getur gert allt það sem þig langar að gera. Þú þarft bara að gera það.
Það gerist einhvað ef þú gerir einhvað, enn það gerist ekki neitt ef þú gerir ekki neitt. 

Related posts

Saga skógræktar á Íslandi

Skjáfíkn – Málþing

Bleik október hugleiðing