Súrkál með fennel

Súrkál er frábær matvara til að viðhalda góðri þarmaflóru og meltingarstarfssemi. Halldór kokkur á Heilsustofnun deildi þessari skemmtilegu súrkálsuppskrift með okkur.

Uppskrift
1 kg rifið hvítkál
1 fínt skorið fennel
1 grænt epli rifið með hýði
1 tsk kúmen
40 gr gott sjávarsalt

Aðferð
Öllu blandað saman og nuddað þangað til blandan er orðin frekar blaut. Svo er allt sett í krukku, passa að vökvinn nái yfir allt kálið pressa það niður af og til og látið standa í stofuhita í minnst 3 daga, lengur fyrir þá sem vilja meira súrt. Geymist á kæli endalaust.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur