Ristað brokkolísalat

Nú er haustið á næsta læti og innlenda grænmetið streymir í búðir og margir hafa einnig verið að rækta sitt eigið grænmeti heima. 
Hér er góð haustuppskrift úr smiðju Dóra kokks á Heilsustofnun NLFÍ. Hann setti saman ótrúlega bragðgott og næringarríkt brokkolísalat sem er frábært eitt og sér eða sem meðlæti.

1 stór brokkolíhaus, tekinn í sundur frekar smátt
100 g ristaðar kasjúhnetur
1 rauður chilipipar, skorinn í litla bita
2 lúkur spínat
2 msk sítrónusafi
2 msk oífuolía
salt og pipar

Aðferð:
Brokkolíð er snöggsteikt á vel heitri pönnu með smá olíu svo að það búnist aðeins. Síðan er öllu blandað saman í skál og smakkað til með salti og pipar.

Related posts

Sænskar kókoskúlur

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu