Vegan grillborgari

Uppskrift af fjórum vegan grillborgunum með Big Mac sósu. Þessi passar vel á grillpönnuna eða út á grillið þegar þannig viðrar. Big Mac sósan smellpassar með borgaranum og gott salat á kantinum.

Grillborgari:

  • 1 laukur
  • 2 tsk reykt paprikuduft
  • 1 tsk malað brauðkúmen
  • 1 dós nýrnabaunir
  • 60 gr haframjöl
  • 25 gr speltmjöl
  • 1 msk sojasósa
  • 1 msk amerískt gult sinnep
  • salt/pipar að smekk

Aðferð:

  1. Laukurinn er saxaður smátt og brúnaður vel á pönnu með kryddinu.
  2. Skolið baunirnar vel og þerrið. Stappið þeim saman við hafra, hveiti, sojasósu og sinnep og smakkið til með salti og pipar.
  3. Mótið fjóra borgara og kælið í 2-3 tíma áður en þeir eru steiktir á pönnu eða grilli.

Big Mac sósa:

  • 1dl vegan eða kasjúhnetu majónes
  • 2 msk fínsöxuð sýrð agúrka
  • 1 msk gult amerískt sinnep
  • 1 tsk eplaedik
  • 1 tsk hvítlauksduft
  • 1 tsk laukduft
  • 1 tsk paprikukrydd

Aðferð:

  1. Öllu blandað saman.

Halldór Steinsson, matreiðslumeistari á Heilsustofnun.

Related posts

Tælenskt Panang

Kjúklingabauna salat

Afganskt pulao