Vegan grillborgari

Sumarið er á næsta leiti og því er ekkert annað í stöðunni en að draga fram grillið og henda í einn gómsætan veganborgara. Þessi er rosalegur borinn fram með BigMac sósu og salati.

Innihald fyrir 3-4 borgara

  • 1 dós nýrnabaunir sigta, skola og þurrka.
  • 60 gr haframjöl
  • 1 laukur fínt saxaður
  • 25 gr speltmjöl
  • 1 msk sojasósa
  • 1 msk amerískt gult sinnep
  • 2 tsk reykt paprikuduft
  • 1 tsk malað brauðkúmen
  • salt/pipar að smekk

Aðferð

Brúna laukinn vel á pönnu og krydda með öllum kryddum. Stappa baunum saman við hafra, hveiti, sojasósu og sinnep. Blanda svo öllu saman og smakka til með salt og pipar. Hnoða í hamborgara og geyma á kæli í 2-3 klst fyrir steikingu/grill.

Big Mac sósa

  • 1dl kasjúhnetumæjónes eða eitthvað veganmæjó
  • 2 msk fínsöxuð sýrð agúrka
  • 1 msk gult amerískt sinnep
  • 1 tsk eplaedik
  • 1 tsk hvítlauksduft
  • 1 tsk laukduft
  • 1 tsk paprikukrydd

Aðferð

Öllu blandað saman.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur