Uppskrift af fjórum vegan grillborgunum með Big Mac sósu. Þessi passar vel á grillpönnuna eða út á grillið þegar þannig viðrar. Big Mac sósan smellpassar með borgaranum og gott salat á kantinum.
Grillborgari:
- 1 laukur
- 2 tsk reykt paprikuduft
- 1 tsk malað brauðkúmen
- 1 dós nýrnabaunir
- 60 gr haframjöl
- 25 gr speltmjöl
- 1 msk sojasósa
- 1 msk amerískt gult sinnep
- salt/pipar að smekk
Aðferð:
- Laukurinn er saxaður smátt og brúnaður vel á pönnu með kryddinu.
- Skolið baunirnar vel og þerrið. Stappið þeim saman við hafra, hveiti, sojasósu og sinnep og smakkið til með salti og pipar.
- Mótið fjóra borgara og kælið í 2-3 tíma áður en þeir eru steiktir á pönnu eða grilli.
Big Mac sósa:
- 1dl vegan eða kasjúhnetu majónes
- 2 msk fínsöxuð sýrð agúrka
- 1 msk gult amerískt sinnep
- 1 tsk eplaedik
- 1 tsk hvítlauksduft
- 1 tsk laukduft
- 1 tsk paprikukrydd
Aðferð:
- Öllu blandað saman.
Halldór Steinsson, matreiðslumeistari á Heilsustofnun.