Sætkartöflu- eggaldin moussaka

Halldór Steinsson deilir nú með okkur ómótstæðilegum grískum rétti sem er upprunalega lagaður úr kjöthakki og kartöflum bakaður með mjólkursósu „bechamel”. Þessu er snúið við og er réttinn gerður úr linsubaunum í stað kjöts og sætar kartöflur í staðinn fyrir venjulegar. að lokum jurtamjólkursósa í stað venjulegrar mjólkursósu.

Innnihald

EGGALDIN OG SÆTAR KARTÖFLUR
2 eggaldin þunnt skorin í sneiðar

2 msk ólífuolía

2 sætar kartöflur, ekki of stórar

LINSUBAUNIR                                                         

1 laukur, smátt skorinn

2 hvítlauksrif,  fínt söxuð

1 tsk kanill

2 tsk óreganó

2 msk tómatpúrra

250 gr linsubaunir

600 ml vatn

400 gr tómatar í dós

1 tsk salt

JURTAMJÓLKURSÓSA

2 msk ólífuolía

4 msk hveiti eða kjúklingabaunahveiti (glútenfrítt)

400 ml mjólk eða jurtamjólk möndlu/soja

¼ tsk múskat

Salt og pipar

Aðferð

Byrjað er á því að hita ofninn í 200°C. Eggaldinið er lagt á bökunarpappír í ofnskúffu og eggaldin sneiðarnar penslaðar með ólífuolíu og salti. Bakað í ofninum þangað til það er fallega brúnt í sirka 10 mínútur.

Laukur og hvítlaukur er steikt í potti með ólífuolíu og kryddað með óreganó og kanil, steikt þar til laukurinn er mjúkur. Eftir það er tómatpúrru bætt út í og steikt í smá stund á meðan hrært er þá er linsubaunum bætt út í ásamt vatni. Suðan er látin koma upp og hitinn lækkaður og blandan látin malla í 30 – 40 mínútur þangað til linsurnar verða mjúkar og sósan orðin þykk.

Ólífuolían er hituð í potti og hveitinu bætt og við hrært vel,  steikt þangað til massinn byrjar að taka smá lit og þá er helmingnum af mjólkinni hellt út í og hrært vel í. Svo er restinni af mjólkinni hrært rólega saman við þangað til sósan er tilbúin þá er hún krydduð með múskati, salti og pipar.

Ofninn er hitaður í 180°C og  þriðjungi af eggaldinu er raðað í smurt eldfast mót og sætkartöflusneiðum raðað er raðað ofaná, ásamt linsutómatsósunni. Endurtakið þessa röðun einu sinni til viðbótar og ljúkið með að  raða eggaldinsneiðum efst og hellið jurtamjólkursósunni ofaná og bakið í ofninum í 35-40 mínútur.

Gott er að stinga hníf í réttinn til að athuga hvort kartöflurnar séu ekki örugglega mjúkar. Takið réttinn úr ofninum og látið hann standa í 30 mínútur og sáldra þá smá ólífuolíu yfir og bera fram.

Gott er að bera réttinn fram með tómötum ólífum og fersku salati og jógúrtsósu “Tzatziki”. Tzatziki sósan er gerð úr grískri jógúrt eða jurtajógúrt, ólífuolíu, sítrónu, agúrku, hvítlauk, myntu og dilli.

Þessi réttur er trefjum, próteini, A-vítamíni, C-vítamíni, B6-vítamíni og kalíum.

Halldór Steinsson matreiðslumaður á Heilsustofnun NLFÍ

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur