Rauðrófu-  og kjúklingabaunasalat með fetaosti

Það er okkur hjá NLFÍ mikill heiður að tilkynna að Halldór kokkur á Heilsustofnun mun næstu mánuði deila grinilegum og næringarríkum uppskriftum með okkur hér á síðunni.
Halldór ríður á vaðið með litríku rauðrófu- og kjúklingabaunasalati.
Þetta salat er frábært eitt og sér eða sem meðlæti með grænmetis- eða fiskréttum.

Innihald

400 gr (1 dós) soðnar kjúklingabaunir

300 gr elduð rauðrófa í teningum

½ agúrka í teningum

150 gr fetaostur

Handfylli af blönduðum ólífum

1 rauðlaukur saxaður

Handfylli af fersku dilli, saxað

Safi úr einni sítrónu

4 msk ólífuolía

Salt og pipar eftir smekk

Aðferð

Öllum hráefnunum er komið fyrir í skál og þeim blandað vel saman. Best er að láta salatið í kæliskáp og leyfa því að taka sig í 30 mínútur áður en það er borið fram.
Verði ykkur að góðu.

Halldór Steinsson matreiðslumeistari

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur