Dóri kokkur á Heilsustofnun er í miklu stuði þessa dagana og deilir með okkur enn meira af sínum töfrabrögðum úr eldhúsinu. Nú er það uppskrift af gómsætum og næringarríkum tröllatrefjagraut.
Þessi grautur er skemmtilega fjölbreyttur og einstaklega prótein- og trefjaríkur.
INNIHALD
1 msk ólífuolía100 gr brún hrísgrjón
100 gr kínóa
70 gr hafrar, skornir hafrar (steel cut) eru bestir
50 gr hirsi
½ tsk salt
1 L vatn
200 ml möndlumjólk eða hvaða mjólk sem þér finnst best
AÐFERÐ
Hita olíu í stórum potti og setja hrísgrjón, kínóa, hafra, hirsi og salt hræra þessu vel saman og láta þetta ristast aðeins í um 2 mínútur, hæra vel í á meðan.
Svo fer vatnið út í og suða látin koma upp þá er hitinn lækkaður og þetta látið malla í 35-40 mínútur, muna að hræra í grautnum af og til á meðan.
Þegar þetta er farið að líkjast hafragraut þá er potturinn tekinn af hitanum og mjólkinni hrært saman við.