Ofnsteikt toppkál með kasjúhnetu ostasósu

Halldór kokkur á Heilsustofnun deildi þessari hollu og skemmtilegu uppskrift með okkur. Til að auka grænmetisneysluna er um að gera að prófa sig áfram í matreiðslu á grænmetinu.

Innihald

  • Toppkálshaus eða lítill hvítkálshaus
  • Handfylli kasjúhnetur
  • 1 msk næringarger
  • ½ tsk reykt paprikuduft
  • ½ tsk hvítlauksduft
  • ½ tsk laukduft
  • Heitt vatn
  • 3-4 msk gott hvítlauks brauðrasp
  • 1 msk saxaður graslaukur

Aðferð

Hitum ofninn í 200 gráður. Skerum kálið í fernt og penslum það með ólífuolíu og smá salti. Bökuð það svo í 35-40 mínútur eða þangað til það hefur grillast og tekið góðan lit.
Á meðan kálið er í ofninum setjum við kasjúhnetur, næringager, paprikukrydd, hvít og laukduft í blender ásamt heitu vatni svo rétt fljóti yfir og vinnum þetta í silkimjúka og fína sósu smökkum hana til með salt og pipar. Setjum kálið á disk og hellum sósunni yfir ásamt brauðraspi og graslauk

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur