Yfirheyrslan – Sigurjón Ernir

Í yfirheyrslunni að þessu sinni er viðmælandinn Sigurjón Ernir ofurhlaupari með meiru. Sigurjón hefur á undanförnum árum náð frábærum árangri í hlaupum og þá helst við krefjandi aðstæður með tugum kílómetra, mikilli hækkun og utanvega.
Það er okkur hjá NLFÍ mikill heiður að fá að Sigurjón í viðtal í yfirheyrslunni.
Hægt er að fylgja Sigurjóni á instagram @sigurjonernir.

Fyrstu sex í kennitölu
280690

Fullt nafn
Sigurjón Ernir Sturluson

Ertu með gælunafn?
Nei

Fjölskylduhagir og einhver gæludýr?
Kona (Símona) og barn (Líf) og kötturinn (Kisi).

Hvar ertu fæddur og uppalin?
Fæddur í Reykjavík en uppalin í Hvalfjarðarsveitinni.

Núverandi búseta?
Ég bý í Grafarholtinu, 113 Reykjavík.

Menntun?

Íþróttafræðingur, er að klára masterinn.

Atvinna?
Eigandi og yfirþjálfari hjá UltraForm (hóptímastöð) ásamt hlaupaþjálfun, fyrirlestar, lífstílssþjálfun og meira til.

Hvað er að skemmtilegast við starfið?
Að sjá fólk efla og bæta sína heilsu og oftar en ekki upplifa mun betra líf.

Hvað var fyrsta hlaupið/keppnin sem þú tókst þátt í? Getur þú líst reynslu þinni og líðan, varstu vel undirbúinn?
Fyrsta alvöru keppnin var að öllum Laugavegshlaupið 2011 (53 km og 1.700m hækkun). Ég var alls ekki nógu vel undirbúin og hlaupið var mjög erfitt eftir ca. 20 km 😛

PB (Personal Best) í:
– Bekkpressu:
130 kg
Hnébeygju: Hef ekki getað reynt á það vegan bakmeiðsla.
– Réttstöðulyftu:
190 kg fyrir bakmeiðsli.
– Max upphífingar: kringum 20-22 dauðar en er ekki alveg þar í dag.
– HYROX PRO:
1:00:06 klst
– 3000 m:
9:37 (eitthvað inni þar)
– 5K: 16:42 mín
– 10K:
35:05 mín
– 21K:
1:18.06 klst
– Maraþon (42K):
2:38 klst
– Laugavegur Ultra maraþon (53K):
4:20 klst
– Upp að Steini á Esjunni: 24:50 mín

Hefur þú stundað einhverjar íþróttir, fyrir utan núverandi hlaup?

Prófaði fótbolta í smá tíma og lengi í körfubolta og alltaf styrktarþjálfun með.

Hverjar eru þínar fyrirmyndir í starfi og lífinu almennt?

Fólk sem er tilbúið að leggja inn vinnu , hjálpa öðrum í kringum sig og vinna í lausnum í stað þess að sjá bara vandamál. Það eru allnokkrir einstaklingar sem falla í þennan flokk í mínu lífi.

Hversu marga facebook vini áttu?

Ekki hugmynd….

Hver var síðasti facebook status þinn?
 Það var færsla varðandi Evrópumeistaramótið í Utanvegahlaupum síðustu helgi

Hversu marga fylgjendur áttu á instagram?
Kringum 9.500 mans í dag.

Hverju deildir þú síðast á instagram?
EM í fjallahlaupum (sama og á facebook).

Ertu á  X (twitter)? Og ef já þá hverju deildir þú síðast?
Nei er ekki þar.

Ertu á tiktok?

Nei ekki svo gott.

Ertu með húðflúr, eða langar þig í húðflúr og þá hvernig?
Nei ekki en sem komið er, ef það kæmi þá væri það sennilega giftingadagurinn, afmælisdagurinn hjá dóttir minni eða eitthvað annað sem hefur mikla þýðingu.

Uppáhaldsmatur?

Naut og bernes á Spíruni skorar ansi hátt, lax með sósu og grænmeti og svo finnst mér góð súrdeigspizza ekki alslæm á bragðið .

Eitthvað sem þú getur alls ekki borðað?
Nei ekkert sem kemur upp í fljótu braði.

Uppáhaldsdrykkur?

Gott kaffi er sennilega vinsælast þessa dagana en ekki of seint yfir daginn.

Fylgir þú einhverri ákveðinni stefnu í mataræðinu s.s. paleo, vegan, ketó, whole9 eða annað? Og ef svo er þá afhverju?
Ég fylgi ekki kúr í mataræði en ég borða mestmegnis út frá nokkrum eftirfarandi atriðum:
1. Matvæli/orkuefni sem eru líkamanum lífsnauðsynleg.
2. Matvæli sem hafa best áhrif á blóðsykur, orkusmyndun, frumur og andlega jafnt sem líkamlega líðan.
3. Matvæli sem innihalda mestu næringuna/næringaþéttni.
4. Matvæli sem eru hvað minnst unnin og innihhalda sem fæst aukaefni
5. Matvæli sem hafa hvað mesta tengingu við nátturuna og falla inní 1,2,3 og 4

Borðar þú yfirleitt morgunmat?
Ég borða öllu jafna fyrstu máltíð dagsins yfirleit einhvertíma milli 10-14:00 svo ætli svarið sé ekki meira í áttina að nei.

Notar þú einhver bætiefni (fæðubótarefni) sem þér finnst hjálpa þér að ná árangri í lífi og starfi?
Flest mín fæðurbótaefni koma frá alvöru mat, en ég tek sölt og steinefni á hverjum degi og nota svo kolvetnadrykki og orkustykkki yfir mjög langar æfingar +2 klst og eins langar keppnir.

Hvernig nærist þú í kringum átök, t.d. keppnishlaup (+20K)?

Það er í formi kolvetnadrykkja, sölt og stetinefni og orkustykki. Stundum orkuel, en er meira í orkustykkjum.

Er dýrt að stunda ultrahlaup s.s. skór, fatnaður, hlífar, fæðubótarefni og annað?
Já og nei. Miðað við aðrar íþróttir myndi ég segja það frekar ódýrt ogg þú kemst upp með að stunda Ultrahlaup með búnaði uppá ca. 100.000-150.000  kr (skór, buxur, bolur, hlaupavesti, hlaupaúr, vettlingar, húfa, jakki og örygisbúnaur (álteppi, flauta og fjölnota glas)). En það er auðveldlega hægt að bæta auka 100-200.000 kr við þann pakka og jafnvel meira með auka búnaði og dýrari úrum.

Hvað er það erfiðast við að vera keppnismanneskja í ultramaraþonum? Er mikil samkeppni, hefur þú sloppið við meiðsli og annað?
Fyrir utan þrjár útbúnganir í baki (léleg brjósk milli hriggjaliða) hef ég haldið mig frá meiðslum með fjölbreyttri og stöðugri styrktarþjálfun og svo spilar næringaríkur matur og nægur svefn miklu máli þegar kemur að afkastagetu og fyrirbyggingu meiðsla.

Ertu A- eða B-manneskja þ.e.a.s. ertu morgunmanneskja eða finnst þér betra að kúra fram eftir morgni ef þér gefst tækifæri til þess?

Ég er mikil A-manneskja í minni daglegu rútínu, ég hef ekki sofið framyfir 09:00 núna í allnokkur ár.

Uppáhaldslag og tónlistarmaður (konur eru líka menn)?

Ég hlusta mikið á Metallica, AC/DC, Rammstein og fleiri slíkar hjómsveitir.

Hver er þín uppáhaldstónlistarstefna ef einhver?
Rock/Rokk

Uppáhaldsbíómynd?
Braveheart, skorar hátt og einnig Armageddon og Gladiator.

Bestu tónleikar sem þú hefur farið á?
Rock werchter situr sennilega í efsta sæti en þar voru nokkrar hljómsveitir á ferð.

Frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Mari Jaersk !!!

Markmið í starfi?
Hjálpa fólki að ná lengra, bæta sína heilsu og líða betur í eigin skinni.

Markmið í lífinu?
Sama hér og ofan nema fjölskylda, vinir og vandamenn fyrst.

Mottó?
Þú munt ekki þekkja/upplifa mikla vellíðan nema þú farir fyrst í gegnum/þekkir vanlíðan. „Hard times, makes strong men“.

Hræðist þú eitthvað?
Þróun á þeirri leið sem mannskepnan stefnir í þegar kemur að andlegri jafnt sem líkamlegri heilsu jafnt sem okkar umgengni við nátturuna.

Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Saunu ferð í Frakklandi sem reyndist vera gay sauna þegar betur var að gáð 😛

Eitthvað sem þú sérð mikið eftir og vilt/þorir að deila með lesendum?
Sennilega að hafa fylgt samfélaginu í of mörgu of lengi, það er ansi margt sem við erum því miður að gera alveg snarvitlaust.

Hvað er það sem fáir vita um þig?
Ég erfiða oft mikið í krefjandi fjallahlaupum, og ég borða ekki alltaf bara hollan mat og tek einstaka sinnum nammikvöld 😛

Hvaða góðu og einföldu ráð getur þú gefið fólki sem langar að stunda hlaup, án þess að fara á keppnislevel. T.d. að geta hlaupið hlaupið 10 K undir einni klukkustund reglulega?
Byggja upp grunn hægt og rólega og viðhalda þeim grunni og það má gera jafnvel með hlaupi bara 1-2x í viku ef fólk heldur sig við einhverja heilsurækt (göngutúrar, hjól, smá styrktarþjálfun sem dæmi) og hugsar sæmilega um mataræði heilt yfir.

Hver eru stærstu mistök sem byrjendur gera þegar farið er af stað í líkamsrækt, að þínu mati?
Ætla að sigra heiminn á nokkrum dögum og ná fram árangri sem óraunhæft er að ná á skömmum tíma án einhversskona öfga.

Veist þú hver Jónas Kristjánsson læknir var?

Bara eftir að ég heyrði af/frá honum gegnum þig á einni ráðstefnu hjá ykkur.

Hvað eru að þínu mati grunnþættir góðrar líkamlegrar og andlegrar heilsu?
Regluleg hvíld fyrir likamann annað slagið (föstur), mataræði sem gefur líkamanum og hormónakerfinu rétt skilaboð, svefn/hvíld, ekkert trompar hátt VO2 Max ( hármarks súrefnisupptöku) og virkir vöðvar, öflug efnaskipti (allt hér á undan spilar inní það) félagsleg tengsl og nátturutengsl (jarðtening og tenging við nátturuna).

Hvað er framundan hjá þér?
Heimsmeistaramótið í Hyrox í Nice í Frakklandi.

Eitthvað að lokum?
Ekki gleyma að við erum dýr og eigum borða frá nátturuni, lifa í nátturuni (að einhverju leyti) og hjálpa öðrum dýrum sem lifa einnig í nátturuni. Það sem mun gefa þér mest í lífinu eru alltaf lífverur og líf sem er einnig að finna í nátturuni og þínu nærumhverfi, allt annað er öllu jafna áhugamál/aukaatriði sem má koma seinna í forgangsröðinni. Þegar öllu er á botnin hvolft er heilsan þitt mesta og mikilvægasta tól/þáttur.

Sigurjón ásamt eiginkonu sinni Simonu að loknu vel heppnuðu hlaupi

Related posts

Grasaferð hjá Heilsustofnun

Sumarlokun skrifstofu NLFÍ

Hlaup fyrir lífið – Hugleiðing um hlaup