Sykur eða sætuefni? – Málþing í mars 2016

Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efndi til málþings um sykur og sætuefni á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, þingsal 2, þriðjudaginn 15. mars 2016 kl. 19:30

Eftirfarandi spurningum var velt upp á málþinginu:
– Eru sætuefni hollara en sykur?
– Eru sætuefni í matvælum ofnæmisvaldar?
– Getur sykurneysla verið ávanabindandi – líkt og fíkniefni?
– Ávaxtasykur – er hann hollur?
– Sætuefni eða sykur fyrir börnin?
– Sætuduft – er það í lagi?
– Hvað getur komið í stað sykurs?
– Eru tengsl á milli sykurneyslu og sjúkdóma?
– Er hægt að treysta merkingum á umbúðum matvæla?

Myndbandsupptaka af öllu málþinginu fyrir hlé og eftir hlé.

Frummælendur:
– Þórhallur Ingi Halldórsson prófessor við Matvæla-næringarfræðideild HÍ. Eru sætuefni skynsamur valkostur við sykur?
– Haraldur Magnússon osteópati B.Sc. Skaðsemi aspartams, hvar liggur sannleikurinn í dag?  Hér má sjá glærur af fyrirlestri Haraldar.
– Anna Sigríður Ólafsdóttir dósent í næringarfræði við Menntavísindasvið HÍ. Sykur – hvers vegna er svo erfitt að standast sæta bragðið?
– Birna G. Ásbjörnsdóttir MSc næringarlæknisfræði. Þarmaflóran – hefur sykur eitthvað að segja?”  Hér má sjá glærur af fyrirlestri Birnu.

Fundarstjóri:
– Ingi Þór Jónsson markaðsstjóri Heilsustofnunar NLFÍ

Auk frummælenda sátu fyrir svörum:
– Ingibjörg Lóa Birgisdóttir, móðir drengs með flogaveiki. Reynslusaga.
– Ragnheiður Héðinsdóttir, forstöðumaður matvælasviðs Samtaka iðnaðarins.

Pallborðsumræður voru að loknum framsöguerindum þar sem gestir báru upp spurningar.

Related posts

Geymsla ávaxta og grænmetis

Um hvað snýst veganúar?

Hugað að heilsunni um jólin