Þann 9.nóvember sl. var haldið málþing um sjálfærni og umhverfisvernd. Þetta málþing tókst með miklum ágætum í skugga samkomutakmarkana og covid-19 faraldurs. Yfirskrift málþingsins var af hverju skiptir þetta máli og hvað er hægt að gera?
Umhverfisvernd og sjálfbærni eru málefni sem skipta miklu máli í nútíma neyslusamfélagi.
HÉR má nálgast upptöku af málþinginu fyrir þá sem misstu af því.
Á málþinginu var ýmislegt rætt, m.a.:
- Hvað er grænn lífsstíll?
- Umhverfisvæn innkaup
- Mataræði – kolefnisspor
- Heimilissorp – flokkun
- Umgengni
- Neysluósiðir
- Nýjasta nýtt í umhverfisvernd
Fundarstjóri var Ingi Þór Jónsson, markaðsstjóri Heilsustofnunar NLFÍ
Frummælendur (hægt er að ýta á heiti erindi til að sjá glærur frummælenda):
- Gunnar Dofri Ólafsson sérfr. í samskiptum og samfélagsvirkni hjá Sorpu. Endar þetta ekki bara allt í sömu holunni hvort eð er?
- Sævar Helgi Bragason rithöfundur og stjörnufræðingur. Grænn lífsstíll og eigin reynsla af umhverfisvernd
- Eyrún Gígja Káradóttir verkefnastjóri fræðslumála hjá Vistorku. Neysluhyggja og meðhöndlun úrgangs
- Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. Matur er ekki bara matur
Fræðslunefnd NLFÍ þakkar öllum þeim sem tóku þátt í málþingu og hvetur landsmenn til að tileinka sér einkunnarorð NLFÍ „berum ábyrgð á eigin heilsu (og heilsu móður Jarðar)„