Offita – Málþing nóvember 2023

Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efndi til málþings um offitu á þriðjudaginn 14. nóvember sl.
Málþingið var vel sótt og var mörgum áhugaverðum spurningum um meðferð við offitu velt upp s.s. virkni magaminnkunaraðgerða, notkun nýrra lyfja, fíkn í tengslum við magaminnkunaraðgerðir og svo hvernig það er að lifa með sjúkdóminn offitu.

Fundarstjóri var Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ og tak hún sögu offitumeðferðar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

Frumælendur voru:
Aðalsteinn Arnarson, kviðarholsskurðlæknir á Klíníkinni
Efnaskiptaaðgerðir. Hér má nálgast glærur Aðalsteins

Erna Gunnþórsdóttir, læknir á Vogi (SÁÁ)
Efnaskiptaaðgerðir og fíknisjúkdómar

Erla Gerður Sveinsdóttir, lýðheilsufræðingur og sérfræðilæknir við offitumeðferð
Er lyfjameðferð lausnin?

Sólveig Sigurðardóttir, formaður Samtaka fólks með offitu (SFO)
Hvað með þessa offitu? Hér má nálgast glærur Sólveigar

Pallborðsumræður voru að loknum framsöguerindum þar sem gestir báru upp spurningar.

Fræðslunefnd NLFÍ vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í málþinginu kærlega fyrir velheppnað málþing.

Hér má nálgast upptöku af málþinginu.

Aðalsteinn, Margrét, Sólveig, Erla Gerður og Erna voru kápakát að loknu málþinginu.

Related posts

Vel heppnuð matþörungaferð

Matþörungaferð 21.september

Vel heppnað kryddjurtanámskeið