Gerilsneydd mjólk er óholl fyrir fólk

Hallgrímur Magnússon flutti erindi um mjólk.

Mín sjónarmið á mjólk sem örugglega mörg ykkar hérna inni þekkja.
Eins og fundarstjóri sagði hef ég kynnt mér það sem kallað er „alternative medicine“ eða náttúrulæknisfræði eða hvað við getum kallað það.
Eitt af því fyrsta sem ég rakst á þegar ég ver að kynna mér s.k. ayrveda læknisfræði  og komst þá yfir rannsóknir sem menn að nafni Price og Pottinger gerðu á köttum. Þeir tóku þúsund ketti og skiptu þeim í tvo hópa. Kettir voru valdir á þessum tíma því ef þeir þoldu lyf sem þeim voru gefin þá var hægt að nota þau síðan beint á menn. Rannsóknir á lyfjum voru ekki eins fullkomnar og þær eru í dag. Öðrum hópnum var gefin venjuleg kúamjólk og hrátt kjöt og fjórir ættliðir rannsakaðir.
Þeir sem fengu venjulega kúamjólk og hrátt kjöt voru alla tíð fullkomlega heilbrigðir, þeir áttu ekki við nein heilsufarsvandamál að stríða. Síðan var hinum hópnum gefin gerilsneydd mjólk og þeir fengu einnig soðið kjöt. Í fyrsta ættlið urðu 20% af læðunum ófrjóar, í öðrum ættlið bar enn meira á ófrjósemi og það fór að bera á alls kyns geðvandamálum, kettirnir voru styggir og erfitt að eiga við þá. Í þriðja ættlið fengu þeir ýmsa sjúkdóma, eins og astma, hjartasjúkdóma og gigt.
Þeir þekktu ekki af hvoru kyninu þeir voru og læðurnar réðust á læður og högnar á högna. Í fjórða ættlið dóu kettirnir hreinlega út, voru ófærir um að fjölga sér. Af þessu drógu vísindamennirnir þá ályktun að þetta væri matnum að kenna. Því allt annað var alveg eins hjá báðum þessum hópum. Það sem rak þá til að gera þessa rannsókn var að þeir höfðu ferðast vítt og breitt um heiminn og séð að fólk sem lifði á náttúrulegum mat, óunnum, það var heilbrigt.

Hjá fólki sem þá bjó í stórborgum og gæddi sér á unnum mat, þar bar á alls konar sjúkdómum. Annað sem þeir leggja mikla áherslu á, er að það eru í rauninni ekki sjúkdómar sem við erum að berjast við heldur er það stöðug hrörnun sem á sér stað. Sjúkdómar sem við tölum um í dag og voru ekki til fyrir tuttugu árum, eru í rauninni hrörnun sem á sér stað í lífkerfinu.

Þeir tóku síðan nokkra ketti úr sjúka hópnum og blönduðu saman við heilbriggðu kettina. Eftir fjóra ættliði á venjulegri kúamjólk og hráu kjöti urðu þessir kettir aftur fullkomlega heilbrigðir. Annað sem þeir gerðu var að þeir tóku úrganginn frá heilbrigðu köttunum og það var auðvelt að rækta hvað sem var með því að nota úrganginn sem áburð. Aftur á móti ræktaðist ekkert þegar þeir notuðu úrganginn úr óheilbrigðu köttunum, þannig að jörðin var það sem ég kalla dauð.

Fyrir hvern er mjólk?
Við förum ekki með mjólk úr okkar konum og gefum kálfum. Þannig er mjólk vökvi sem kemur frá móður og á að flytja ákveðin skilaboð til afkvæmisins. Þannig að kúamjólk er ætluð fyrir kálfa og móðurmjólk er ætluð fyrir börn. Það er engin önnur tegund á jarðríki sem kemur það til hugar að fara að nota mjólk úr annarri skepnu sér til viðurværis. Það er engin skepna svo vitlaus.

Það var gerður fjöldi tilrauna á árunum kringum 1940 og það kom í ljós að kálfarnir lifðu ekki af að vera á gerilsneyddri mjólk, af því að það gerist eitthvað við gerilsneyðinguna sem gerir mjólkina miklu verri. Hún er ekki lífvænleg fyrir kálfana.
Gerilsneyðingin eyðileggur ákveðna efnahvata, hún eyðileggur vítamín, hún umsnýr eins og ég kalla það próteinunum þannig að lifandi prótein fá D-snúning en í lifandi mjólk eru þau með L-snúning. Gerilsneydd mjólk er því það sem ég vil kalla dauð mjólk.

Ég veit ekki hvort þið kannist við kirlian-myndatöku. Þá er tekin mynd af orkusviði hlutarins sem verið er að rannsaka. Þetta er ógerilsneydd mjólk sem sýnir góða útgeislun en hérna höfum við gerilsneydda mjólk sem sýnir akkúrat enga útgeislun. Hún er dáin. Og ef hún getur ekki viðhaldið lífi í kálfum þá getur hún heldur ekki verið góð fyrir okkur.

Annað sem gerist við gerilsneyðinguna er að hún drepur allar lactobacillus bakteríur í mjólkinni. Svo eru settar lactobacillus bakteríur í mjólkina aftur til að þær séu til staðar. Ferli sem gæti minnt á Bakkabræður! En ný rannsókn var birt núna á þingi líffræðinga í Bandaríkjunum í maí s.l. þar sem tekin voru sýni frá þrjátíu mjólkurvörum sem voru sýrðar með lactobacillus bakteríum og aðeins 13% af þeim höfðu einhverjar lactobacillus bakteríur en fjöldinn allur hafði einhverjar allt aðrar örverur í sér heldur en innihaldslýsingin gaf til kynna. Af því að mjólkin er dauð var hún ekki nógu góð til að halda lífi í lactobacillus bakteríunum sem bætt var út í hana.

Svokölluð Harvard-rannsókn tók fyrir 78.000 hjúkrunarkonur í tólf ár og þá kom í ljós að þær sem drukku meira en tvö glös af mjólk á dag voru útsettari fyrir að hljóta beinbrot en þær konur sem drukku litla mjólk. Þetta er alveg öfugt við það sem auglýsingin segir.
Aðrar rannsóknir hafa komist að svipuðum niðurstöðum og nefni ég hérna þrjár. Tvö glös af mjólk á dag standa engan veginn undir því sem auglýsingin fullyrðir, heldur frekar auka á beinbrotahættuna.

Kalk er jú aðeins einn af mörgum þáttum sem hafa áhrif á beingerð; aðrir þættir, ekki síður mikilvægir, eru D-vítamín, hormónar, fosfór, boron, hreyfing, reykingar, áfengisnotkun og lyf. Þannig að það að leggja áherslu á mjólkurvörur sem eina kalkgjafann er alrangt. Við höfum líka kalk í öllu grænu káli, hnetum, möndlum, fræjum og öðru þess háttar og það kalk er líklega miklu betra fyrir okkur að ná í heldur en nokkurn tíma kalkið úr mjólkinni. Við vitum líka að rannsóknir sýna að matur sem er ríkur af eggjahvítuefnum úr dýraríkinu, t.d. kjöt, fiskur og mjólkurmatur, veldur því að líkaminn tapar kalki. Við það að drekka mikla mjólk töpum við miklu kalki úr líkamanum á móti. Við byggjum ekki eingöngu upp, við aukum líka á vandamálin.

Það er alltaf sagt að mjólk eigi að vera svo góð fyrir börn. Þetta er niðurstaða sem kom 1999. Þar er mælt með að börnum yngri en eins árs sé ekki gefin gerilsneydd kúamjólk þar sem hún getur valdið skorti á mörgum næringarefnum, t.d. járni, nauðsynlegum fitusýrum og E-vítamíni. Kúamjólk getur valdið blóðleysi hjá smábörnum vegna svörunar þarmanna við eggjahvítuefnum í mjólkinni og við það að við gerilsneyðum mjólkina gerum við eggjahvítuna í rauninni að miklu meiri ofnæmisdjöful heldur en í ógerilsneyddri mjólk. Þetta getur orðið töluvert vandamál.

Á Johns Hopkins háskólasjúkrahúsinu var gerð rannsókn fyrir nokkrum árum sem sýndi fram á það að börn sem borða ekki mjólkurmat fengu ekki streptókokkahálsbólgu en börnin sem fengu streptókokkahálsbólgu höfðu borðað mjólkurmat fimm dögum áður en hálsbólgan byrjaði.
Fleiri aðilar hafa komist að þessari niðurstöðu. Í Bandaríkjunum er talið að helmingur barna sem fá sýkingu í eyrun myndu losna við hana ef þau hættu að borða mjólkurmat. Við vitum það að þegar við drekkum mjólk þá fyllumst við af slími, það fer að renna úr nefinu á okkur o.fl. vegna þess að líkaminn er að reyna að losa sig við einhvern óþverra sem hann hefur fengið í sig. Eitt barn af hverjum fimm sem fá kúamjólk fær colicverki.

Eggjahvítur frá mjólk eru algengir ofnæmisvaldar en einkennin geta verið mjög mismunandi og það getur tekið langan tíma fyrir lækninn að finna orsök og útiloka hvað það er sem veldur. Kúamjólk veldur mjög mikilli hægðatregðu.
Náttúrulæknisfræðin kennir að 95% allra okkar sjúkdóma eigi upptök sín að rekja til ristilsins og þá er hægðatregða eitthvert það allra versta sem við búum til. Það hefur komið fram að ákveðin eggjahvítuefni í mjólk valda mótefnum sem ráðast á frumurnar í briskirtlinum sem framleiða insúlín. Það tekur kannski langan tíma að eyðileggja það mikið af frumunum að við fáum insúlínháða sykursýki en þetta hefur komið fram í allmörgum rannsóknum.

Kolbrún var búin að minnast á laktósa í mjólk. Laktósi brotnar niður í glúkósa og gallaktósa. Ungbörn hafa hæfileika til að brjóta þetta niður en við 4 ára aldur missum við flest þessa efnahvata og gallaktósi hefur verið settur í samband við krabbamein í eggjastokkum og skýmyndun á augum. Aðallega hefur hann þó verið settur í samband við krabbamein í blöðruhálskirtli og brjóstum og það hefur verið vegna þess að insúlín growth faktor hefur komið fram í mjólkinni og margir karlmenn með blöðruhálskirtilskrabbamein hafa mikla hækkun á þessu eingöngu vegna þess að þeir hafa neytt venjulegrar gerilsneyddrar kúamjólkur.

Þarna komum við kannski að mjög stórum þætti í þessum kenningum sem ég aðhyllist. Á árunum milli 1850 og 1900 rifust tveir vísindamenn í París, Pasteur og Becamp og Pasteur hafði sigur. Pasteur hélt því fram að fólk ætti að eyða utanaðkomandi sýklum til að koma í veg fyrir sjúkdóma, útlit og virkni sýkla sé alltaf það sama og hvern sjúkdóm mætti setja í samband við ákveðna tegund sýkla.
Sýklar eru aðalorsakavaldar sjúkdóma. Sjúkdómar eru óumflýjanlegir og geta komið fyrir hvern sem er, hvenær sem er, og til að hindra og lækna sjúkdóma er nauðsynlegt að byggja upp varnir og eyða sýklum. Þetta er það sem við erum stöðugt að vinna með í dag.
Pasteur var efnafræðingur en Becamp var læknir og lyfjafræðingur og hann hélt því fram að sjúkdómar væru tilkomnir vegna ástands inni í líkamanum, sýklar væru hagstæðir og viðhalda lífi innan líkamans sé honum haldið hreinum. Útlit og virkni sýkla breytist ef hýsillinn skaðast líkamlega og andlega. Þá getur sýkillinn farið að vinna á annan hátt.

Tengja má sérhvern sjúkdóm við ákveðna upphleðslu á úrgangsefnum í líkamanum og við verðum að hreinsa líkamann til þess að eyða sjúkdómnum. Sýklar tengjast sjúkdómum aðeins þegar frumur líkamans eru hlaðnar úrgangsefnum og til þess að koma í veg fyrir og lækna sjúkdóma þarf að hreinsa úrgangsefni á skaðlausan hátt.

Þetta setur vandamálin yfir til okkar, þannig að við sem einstaklingar erum ábyrgir fyrir heilsu okkar. Það erum við sem borðum, við sem reykjum, við sem drekkum, við sem nennum ekki að hreyfa okkur, það erum við sem gerum hlutina rangt. En það er enginn annar en við sem getur tekið málin í sínar hendur og snúið þróuninni við. Nákvæmlega eins og með kettina sem ég gat um í upphafi, að þegar þeir fengu lifandi mat þá fóru þeir að ganga aftur og urðu heilbrigðir. Nákvæmlega sama gildir um okkur, þegar við förum að lifa rétt getum við náð fullkominni heilbrigði. En við náum aldrei fullkominni heilbrigði með því að borða það sem ég kalla dauðan mat. Við eigum að borða það sem er kallaður lifandi matur: ávexti, grænmeti, kornmeti og annað þess háttar. Og minnast þessa arabíska orðtækis: „Maðurinn verður sjúkur af því að borða en heilbrigður við að melta matinn.“

Þakka fyrir.

Related posts

Gervilíf

Skjáfíkn – Málþing nóvember 2024

Saga skógræktar á Íslandi