Streita – Málþing í febrúar 2001

Málþing Náttúrulækningafélags Íslands um streitu.
Fundarstjóri var Árni Gunnarsson.

Inngangur fundarstjóra:
Þetta er líklega ellefta málþingið sem Náttúrulækningafélag Íslands hefur efnt til. Þau hafa fjallað um ýmisleg efni, síðast var fjallað um skammdegisþunglyndi og þar var troðið út úr dyrum. Enn á ný hefur félagið blásið til málþings og að þessu sinni um streitu. Líklega hefur fátt verið meira rætt innan heilbrigðiskerfisins og raunar um allt samfélagið en stöðugt vaxandi sjúkdómseinkenni meðal þjóða vegna aukins hraða, álags og streitu.
Streitan birtist okkur í margvíslegum myndum og hún fer vaxandi. En hvers vegna? spyrjum við og við þeirri spurningu er ekkert einfalt svar en við getum velt fyrir okkur nokkrum ástæðum.

Á síðustu áratugum hafa orðið einhverjar örustu og mestu þjóðfélagsbreytingar í samanlagðri mannkynssögu. Framfarir á sviði tækni og vísinda hafa verið mjög stórstígar og ný hagkerfi hafa komið til sögunnar. Lögmál markaðarins hafa tekið gildi á fleiri og fleiri sviðum og samkeppnin orðið allsráðandi. Neyslusamfélagið með öllum sínum auglýsingabrellum hefur áhrif til neyslu og fjárfestinga umfram getu og lögmálið um að éta eða verða étinn hefur náð traustri fótfestu.
Streituna greinum við allt í kringum okkur: í umferðinni, í stórmarkaðnum, í bankanum og í margvíslegum samskiptum fólks. Og streitan er að hluta fórnarkostnaður aukinnar neyslu og aukinnar samkeppni.

En er hugsanlegt að við höfum farið fram úr sjálfum okkur, líkamlega og andlega, þ.e.a.s. getu okkar til að takast á við krefjandi verkefni nútímasamfélagsins? Þessari spurningu ætlum við að reyna að svara hér í kvöld.

Það eru ýmsir kallaðir til þess að flytja okkur boðskapinn. Ég ætla að renna yfir dagskrána.
Fyrst er það Margrét Arnljótsdóttir sálfræðingur, síðan Þórhallur Heimisson prestur, þá Ólafur Mixa heimilislæknir og síðan fjórði ræðumaður, Bridget McEvoy sem er verkefnisstjóri í hjúkrun hjá okkur á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Þau flytja framsöguerindi og að þeim loknum gerum við smáhlé og eftir það koma hér í panel þeir sem framsöguerindin flytja og síðan: Sigríður Eysteinsdóttir næringarfræðingur hjá Heilsustofnun, Björg Árnadóttir framkvæmdastjóri Heilsuverndar ehf. og í stað Helgu Mogensen kemur Kristbjörg Kristmundsdóttir jógakennari.

Greinar frummælenda:

Related posts

Tyggjum matinn vel

Góð heilsa alla ævi án öfga

Nikótínpúðar – Málþing mars 2024