Steikt rósakál með vínberjum, vatnakarsa og graskersfræum

Halldór kokkur á Heilsustofnun er í stuði og vildi endilega deila þessari skemmtilegu og hollu uppskrift með okkur. Þetta er uppskrift að hollri helgi.

Uppskrift:
500 gr. rósakál
300 gr. græn vínber
1 búnt vatnakarsi (getur reynst erfitt að finna hann) eða spínat
Handfylli ferskt kóríander
Handfylli ristuð graskersfræ
1dl. góð ólífuolía og auka til steikingar
Safi úr einni sítrónu
1 msk. hlynsíróp
Salt/pipar

Aðferð:
Hitið vatn að suðu, skerið rósakálið í tvennt og setjið í pottinn í 15-20 sek. takið strax uppúr og setið í ísvatn. Það er mikið atriði að sjóða það ekki lengur annars verður kálið rammt. Setjið kálið á pappír og þerrið, hitiðolíu á pönnu og snöggsteikið kálið í 30 sek. það á að brúnast smá. Takið til hliðar og kælið.
Blandið saman ólífuolíu, sítrónusafa, sírópi, salt og pipar. Blandið svo öllu saman.
Það er ekkert víst að þið þurfið að setja alla dressinguna útí, smakkið bara til, það fer allt eftir stærð rósakálsins og berjanna.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur