Sólkjarnahummus


Halldór Steinsson matreiðslumeistari á HNLFÍ í Hvergerði á heiðurinn af þessari gómsætu uppskrift af hummus.

 

250 gr sólblómafræ lögð í bleyti í klukkustund
2-3 hvítlauksrif
Safi úr 1 sítrónu og fínt rifin börkur
1-2 dl vatn
2 msk tahini
1 dl ólífuolía
Smá salt
Smá cumin
 

Allt sett í öflugan blandara og maukað fínt. Sett í krukku eða skálar og skreytt með fræblöndu og kókos.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur