Halldór kokkur á Heilsustofun NLFÍ er í sumarskapi og júníuppskrift hans er af léttri pistasíuhjúpaðri seljurót.
Pistasíuhjúpuð seljurót
1 stór seljurót
3 egg
Pistasíuhnetur
Salt/pipar
Aðferð:
Seljurótin er hreinsuð og skorin í sneiðar og soðin í 5-7 mínútur í léttsöltu vatni, næst eru sneiðarnar þerraðar á pappír og látnar kólna. Eggin eru pískuð í skál með smá salti og pipar og hneturnar malaðar fínt í matvinnsluvél.
Fallegt er að skera sneiðarnar út í ferhyrning eða hring og væta svo í egginu og hjúpa í hnetunum. Ofn er hitaður í 180°C og sneiðarnar settar á bakka með smjörpappír undir og bakað í 12 mínútur eða lengur, fer allt eftir þykkt sneiðana.
Basilmauk
2-3 dl. góð ólífuolía
1 box basil
300 gr. kasjúhnetur
3 geirar hvítlaukur
Smá sítrónusafi
Allt sett í blender og unnið í mauk. Líka mjög gott með villisveppasósu, ofnsteiktum kartöflum og blómkáli
Villisveppasósa
2 lúkur af þurrkuðum villisveppum lagðir í bleyti
1 laukur smátt saxaður
1 sellerí stilkur
4 hvítlauksgeirar
5 stk. sólþurrkaðir tómatar
1 tsk. timjan
1 tsk. rósmarín
250 ml. grænmetissoð
250 ml. kókosmjólk
1 lúka söxuð steinselja
Með sumarkveðju, Halldór Steinsson