Möndlumjólk

Nýlega kom út endurbætt matreiðslubók frá Halldóri yfirkokki á Heilsustofnun.
Í þessari fróðlegu  bók má finna margar nýjar og skemmtilegar uppskriftir. Þarna er m.a. að finna uppskrift af heimagerðri möndlumjólk. Það er frábær valkostur fyrir þá sem eru vegan, eru með með mjólkurofnæmi eða laktósaóþol. Einnig er þessi möndlumjólk mun hollari en þær sem fást í heilstu matvörubúðum.
Þetta er einföld uppskrift sem allir geta prófað.

Uppskrift
350 g möndlur
1 L vatn
2 klípur gott sjárvarsalt
4 döðlur eða 2 tsk gott hunang

Aðferð
Leggið möndlurnar í bleyti í skál svo fljóti ve yfir í a.m.k. 5 klst, helst yfir nótt. Skolið vel með köldu vatni og setjið í blandarar með afganginum af innihaldsefnunum, auk 1 L af köldu vatni og blandið vel. Sigtið þvínæst í gegnum spírupoka eða fínt sigti.
Setjið mjólkina á flöskur. Getur geymst í kæli í allt að þrjá daga.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur