Mexíkósk veisla

Fyrir bæði grænmetisætur og grænkera er þetta tilvalinn veislumatur fyrir matarboð með mexíkönsku þema í sumar. Þessi uppskrift er næringarrík, bragðgóð og hressandi öðruvísi og kemur frá henni Gosiu! Hún er í nokkrum þrepum en ekki láta það vaxa þér í augum því þetta er einfaldur og þæginlegur matur sem tekur enga stund að gera. 

MEXÍKÓ KÚRBÍTUR 

2 heilir miðlungs stórir kúrbitar

7 msk ólífuolía

½ msk timian

½ tsk salt

Smá pipar

AÐFERÐ

Kúrbíturinn er skorinn í tvennt á lengdina og fræin skafin úr miðjunni með skeið. Það sem skafið er úr kúrbítnum er sett í skál og blandað við ólífuolíuna, timian salt og pipar. Bátarnir (kúrbíturinn) eru þá lagðir á ofnplötu og smurðir með ólífuolíunni. Bakað í ofni við 180 gráður í ca. 20 mín.

SÆTKARTÖFLUMÚS

1 stór sætakartafla skorin í bita og velt upp úr smá ólífuolíu, salti og pipar. Þá er hún bökuð i ofni við 180 gráður í ca. 25 min. Gott er að baka hana á sama tíma og kúrbítinn. Þegar sætkartaflan er orðin bökuð er hún maukuð með töfrasprota til þess að búa til mús.

Þá er sætakartöflumúsin sett inn í kúrbítsbátana og þeir settir aftur inn í ofn í 10 min og bakaðir við 180 gráður.

_ _ _ 

LÁRPERU SALSA

120 gr maís

2 stk lárperur/avókadó skorið í teninga

1 rauð papríka skorin í teninga

½ rauðlaukur skorinn í teninga

Smá pipar & salt

Safi úr ½ sítrónu

Smávefis af vorlauk skorinn í smáa bita

Steinselja eftir smekk

AÐFERÐ: 

Öllu blandað saman í skál. 

Að lokum, þegar kúrbíturinn með sætkartöflumúsinni er tekin úr ofninum er lárperu salatið sett ofan á hann.

Það er mjög gott að setja parmesan yfir eða þessa grænu sósu:

_ _ _ 

GRÆN SÓSA

100ml olífuolía

30 gr Fersk basílika

30 gr spínat

15 gr steinselia

Salt

Öllu blandað saman í blandara.

Þá er bara að bera þetta fram á fallegan hátt og njóta vel! 

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur