Lifandi lárperusalat með kasjúhnetudressingu

Þetta salat er súper hollt! Góðar fitur í lárperunni og ólífuolíunni einnig eru spírurnar pakkaðar af lífsnauðsynlegum ensímum og próteinum.
Frábært eitt og sér eða sem meðlæti með t.d. fisk.

Uppskrift lárperusalat
Lárpera
Rauðlaukur
Spíraðar blandaðar baunir
Radísuspírur
Brokkólíspírur
Alfaalfaspírur
(Allar spírurnar fást frá ECO í betri verslunum)
Magn innihaldsefnanna fer eftir því hversu mikið salat þú vilt búa til.

Kasjúhnetudressing
200 gr. kasjúhnetur ristaðar í ofni þangað til þær eru fallega brúnar
Góð ólífuolía
Sítrónusafi úr ca. ½ sítrónu
1 tsk. rósmarín
Val um kóríander/steinselju/basil eða smá af öllu ca. ein lúka
2-4 hvítlauksgeirar eða meira fer eftir smekk
Smá salt

Hneturnar eru settar í blandara og ólífuolíu helt svo rétt fljóti yfir. Sítrónusafi, hvítlaukur, kryddjurtir og salt sett útí og unnið. Svo er öllu blandað saman.

Verði ykkur að góðu, Halldór kokkur á HNLFÍ.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur