Kartöflusalat með radísum, strengjabaunum, dilli og radísuspírum

Halldór kokkur á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði er duglegur að galdra fram girnilega og holla rétti. Hér deilir hann með okkur virkilega gómsætu kartöflusalati.

Uppskrift:

500 gr. kartöflusmælki
300 gr. radísur
Handfylli radísuspírur frá eco spíran
300 gr. strengjabaunir
Handfylli saxað dill
3 msk. skyr
3 msk. sýrður rjómi
2 tsk. grófkorna sinnep
Safi úr ½  sítrónu
1 msk. hlynsíróp
Salt/pipar

Aðferð:
Sjóðið smælkið í saltvatni og kælið. Hitið vatn að suðu og setjið baunirnar útí og sjóðið í 30 sek. og setjið svo í ísvatn. Skerið radísurnar í fernt.
Blandið svo öllu saman og stráið svo radísuspírunum yfir.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur