Vegan- og grænmetisfæði verður sífellt vinsælla hér á landi. Þeir sem eru grænkerar vilja einnig gera sér glaðan dag í mat á jólum og margir sem kaupa sér hnetusteik.
Hér er uppskrift að ljúffengri hnetusteik. Þetta er líka góður og hollur kostur fyrir þá sem vilja ekki belgja sig út af kjöti um jólin.
Vert er að taka það fram að þessi uppskrift er ekki vegan því hún inniheldur egg, en hægt er skipta eggjunum út fyrir eplamauk eða maukaða banana til að gera uppskriftina veganvæna.
Uppskrift
Fyrir 6 manns
1-2 hvítlauksrif söxuð
100 g sellerírót, skorin í teninga
200 g gulrætur, skornar í teninga
200 g laukur, saxaður
100 g cashewhnetur, saxaðar
50 g möndlur, saxaðar
100 g heslihnetur, saxaðar
6 egg
350 g soðið bygg
1 tsk. túrmerik
3 msk. sojasósa
Salt og pipar, að vild
Aðferð:
Allt hrært saman, smakkað til með salti og pipar og sett í eldfast mót.
Álpappír er settur yfir og bakað í ofni við 180°C í 30 mínútur. Álpappírinn er
svo tekinn af og steikin er bökuð í 10-15 mínútur í viðbót. Hægt er að bæta bragðbæta
steikina með því að setja BBQ sósu ofan á.
Verði ykkur að góðu og gleðilega hátíð.