Heilsuremúlaði frá Heilsustofnun


Á Heilsustofnun í Hveragerði er starfandi matreiðslumaður á heimsmælikvarða og þar er hægt að fá dýrindis hollustumat og meðlæti allan ársins hring. 
Þessi uppskrift af heilsuremúlaði er tekin úr heilsuuppskriftarbæklingi sem fæst á Heilsustofnun. Í þessum bæklingi eru fjöldinn allur af girnilegum uppskriftum af réttum sem eru reglulega á boðstólum á Heilsustofnun.
Það er ekki amalegt að geta gert remúlaði aðeins hollara og er frábært að nota remúlaðið með góðum fiski í raspi eða sem ídýfa með t.d. niðurskornu grænmeti.

Innihald
500 gr. skyr
200 ml. AB-mjólk
4 msk. sætt sinnep
4-5 msk. smátt skornar súrar gúrkur
4-5 msk saxað kapers
1 laukur smátt skorinn
ferskt dill
smá sítrónusafi
1 stk. rauð paprika, smátt söxuð

Öllu blandað saman og smakkað til með salti og pipar.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur