Gunchi súrkál

Í sumar var ég litla grænmetisræktun í garðinum og núna í haust sat ég upp með þónokkuð af grænmeti. Sem næringarfræðingur veit ég hvað heilbrigð þarmaflóra er mikilvæg í góðri líkamsstarfssemi og ákvað ég því að nota stóran hluta af þessu grænmeti í súrkálsgerð.  En súrkál er ein besta matvaran til að viðhalda góðri þarmaflóru. Hér á siðunni má lesa um mikilvægi góðrar þarmaflóru í heilsu okkar.
Nafnið Gunchi er dregið af nafni mínu Gunni og kóreska súrkálinu kimchi, sem mér þykir mjög gott en það rífur vel í með alls kyns kryddum eins og chili og engiferrót.

Uppskrift

1 kg gulrætur
2 litlir hvítkálshausar
3 græn epli
1 lítil rauðrófa
50 gr engiferrót
60 gr sjávarsalt
1 msk. túrmeric
1 tsk chillipipar

Aðferð

Grænmetið og eplið er skortið smátt, blandað saman í skál. Blandan er svo nudduð og pressuð þangað til hún er orðin frekar blaut. Mér finnst best að nota matvinnsluvél til að ná að skera grænmetið og ávextina nógu smátt.
Svo er allt sett í krukku, passa að vökvinn nái yfir allt kálið pressa það niður af og til og látið standa í stofuhita í minnst 3 daga, lengur fyrir þá sem vilja meira súrt. Sjálfur vill ég hafa þetta vel súrt og hef þetta a.m.k. 2 vikur í stofuhita. Súrkálið geymist í kæli endalaust.

Það má nota allt það grænmeti eða ávexti í þetta sem manni finnst gott. Einnig er gott að nota í þetta ávexti eða grænmeti sem byrjað er að skemmast og koma þannig í veg fyrir matarsóun.

Heimildir

https://nlfi.is/heilsan/tharmafloran-og-heilsa/.
https://en.wikipedia.org/wiki/Kimchi

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur