Grænmetispizza

Föstudagar eru pizzadagar hjá mörgum og það er þvi ekki úr vegi að birta uppskrift af einni hollri og gómsætri grænmetispizzu. Þessi uppskrift er fengin úr uppskriftabæklingi Heilsustofnunar.
Þetta er pizza fyrir 10 manns.

Deig:
500 g heilhveiti
500 g semolinamjöl (durumhveiti)
2 tsk. salt
20 g þurrger
650 ml. volgt vatn
All hnoðað saman í hræivél í 2 mín. og látið hefast í ca. 20 mín.

Tómatbasilsósa:
2-3 hvítlauksrif
400 g tómatar í dós
2 msk. tómatmauk
½ bolli ferskt basil
salt og pipar
All maukað í matvinnsluvél og smakkað til með salti og pipar.

Áleggið á pizzuna:
4 rauðlaukar í sneiðum
3 paprikur (litur að eigin vali) í sneiðum
1 stk. kúrbítur
10 velþroskaðir tómatar í sneiðum
10-20 sveppir
2 bollar 17% rifinn ostur
gráðost eða fetaostur að vild

Aðferð:
Deigið er flatt út og sósunni smurt yfir. Þá er helmingnum af ostinum stráð yfir, öllu álegginu raðað á ásamt restinni af ostinum í lokin. Þá er pizzan bökuð við 230°C í 10-15 mínútur.
Þegar pizzan er bökuð er mjög gott að strá yfir hana grófsöxuðu klettasalati eða öðru fersku salati. Pizzan er borin fram með hvítlauksolíu og ferskum parmesanosti.

Verði ykkur að góðu og góða helgi.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur