Gómsæt gulrótarsúpa

Fáar árstíðir tengir maður eins mikið við súpur og haustið. Hér er uppskrift að gómsætri og mjög næringarríkri  gulrótarsúpu sem er frábært að ylja sér á nú þegar haustið húmar að og sól lækkar á lofti.

Uppskrift
600 g smátt skornar gulrætur
4 tómatar
½ L vatn
1 dós kókosmjólk
1 laukur
1-2 hvítlauksgeirar, smátt skornir
Handfylli af kóriander, smátt skorið
Engiferrót 3 cm, rifin niður
2 msk grænmetiskraftur
1 tsk túrmerik
1 tsk kúmen
Olía til steikingar
Handfylli af kóríander, smátt saxað
Sítrónusafi að smekk
Cheyenne pipar að smekk
Salt og pipar eftir þörfum

Aðferð
Gulræturnar eru skornar smátt og léttsteiktar á pönnu ásamt lauknum og hvítlauknum. Túrmerik og kúmen er bætt við. Engiferið er rifið og látið malla með. Því næst eru vatninu og grænmetiskrafti bætt við og látið sjóða í 20 mín, þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar.
Því næst eru tómatarnir saxaðir og bætt við ásamt kókosmjólkinni, salti og pipar. Súpan er svo maukuð með töfrasporta og smökkuð til með sítrónusafanum og ferskum kóríander.
Súpan er látin standa og þykkist þá, áður en hún er borin fram.

Þessi súpa er frábær með sýrðum rjóma og góðu brauði og getum við mælt með þessu orkubrauði.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur