Gerlaust brauð með rúsínum og múslí


Uppskriftin af þessu girnilega og holla brauði kemur frá Halldóri Steinssyni matreiðslumeistara á Heilsustofun NLFÍ í Hveragerði. Þessi uppskrift klikkar seint og það skemmir ekki heldur fyrir hvað brauðið er hollt og næringarríkt.

350 gr gróft heilhveiti eða gróft speltmjöl
50 gr byggmjöl
100 gr múslí með rúsínum
1 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk matarsódi
smá salt
450 ml vatn

Hrærið saman í u.þ.b 2 mín. Sett í form og bakað í 20mínútur við 220°C og svo í 40 mínútur við 150°C. Mjög gott er að loka forminu með álpappír fyrstu 40 mínúturnar.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur