Fiskibollur

Í dag er mánudagur og það er fátt betra í kvöldmatinn en fiskur. Hér er frábær uppskrift af fiskibollum úr uppskriftarbók Heilsustofnunar.

Uppskrift:
500 g ýsa eða þorskur
4 msk.heilhveiti (70 g)
½ laukur, saxaður
2-3 rif hvítlaukur, saxaður
2 egg
½ -1 dl léttmjólk
10-15 g  malaðar súpujurtir
1 ½ tsk. salt
smá pipar

Aðferð:
Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman. Mótið í bollur og brúnið á pönnu. Setjið þvínæst í ofn við 180 gráður C í ca. 10 mínútur. Frábært er að hafa með þessu íslenskar karftöflur og ferskt salat.
Þessi uppskrift hentar vel 6-8 manns.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur