Döðlubrauð

Þetta gómsæta dödlubrauð frá Gosiu er einstaklega bragðgott. Það er einfalt að búa til og hentar vel með súpu og til að fá sér í morgunmat. Brauðið er næringarríkt, inniheldur ekki hvítan sykur né hvítt hveiti.

INNIHALD: 

750gr spelt

190 gr sezamfræ

90 gr graskerfræ

100 gr möndlumjöl

2msk vinsteinslyftiduft

120 gr hunang

120 gr hakkað dödlur

400 ml vatn

1 tsk salt

AÐFERÐ: 

Blanda saman i skál og setja i brauðform. Stilltu ofninn á 175 gráður og bakaðu í 45 mínútur.

Verði ykkur að góðu!

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur