Ávaxta- og grænmetisneysla – Meira er betra!

Okkur landsmönnum hefur lengi verið kennt að stefna að því borða vel af ávöxtum og grænmeti til að stuðla að heilbrigði okkar. Landlæknir ráðleggur okkur t.d. “Að borða fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag eða minnst 500 g samtals. Að minnsta kosti helmingurinn ætti að vera grænmeti. Einn skammtur, sem er 100 g, getur t.d. verið stór gulrót, stór tómatur, tveir dl af salati, meðalstórt epli eða lítill banani“.

Nú er ný rannsókn komin fram sem sýnir að mun meiri neysla á ávöxtum og grænmeti getið verið enn betri fyrir heilsu okkar.
Rannsóknin var birt í ritinu International Journal of Epidemiology og sýndu niðurstöður hennar að hægt væri að koma í veg fyrir um 7.8 milljón ótímabær dauðsföll í heiminum ef fólk borðaði 8 skammta (skammtur 100 g) af ávöxtum og grænmeti á dag.
Með því að neyta 8 skammta á dag þá væri t.d. 24% minni líkur á hjartasjúkdómum, 33% minni líkur á heilablóðfalli, 13% minni líkur á krabbameini og 31% minni líkur á ótímabærum dauða þegar það var borið saman við enga ávaxta- eða grænmetisneyslu.

Í rannsókninni sýndi það sig að epli, sítrusávextir og grænt laufgrænmeti eins og spínat eru verndandi gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Brokkolí, rósakál, paprika og grænar baunir eru verndandi gegn krabbameini.
Það er þekkt að ávextir og grænmeti innihalda virk efni líkt og andoxunarefni sem geta átt þátt í að vera verndandi gegn hinum ýmsu sjúkdómum.

Því miður er neysla okkar Íslendinga á ávöxtum og grænmeti langt frá því að ná þessum 8 skömmtum. Samkvæmt könnun á mataræði Íslendinga sem gerð var árin 2010-2011 var samanlögð neysla á grænmeti og ávöxtum að meðaltali 239 grömm á dag eða um tveir og hálfur skammtur.
Við eigum því langt í land að ná þessu og er auðvitað markmið að ná 5 skömmtum á dag áður en við stefnum á toppinn og náum 8 skömmtun og verðum hraustasta þjóð í heimi.

Til þess að ná a.m.k. 5 skömmtun af grænmeti og ávöxtum þá ættum við að neyta þeirra í hverri máltíð, millimálum og á kvöldin ef að hungrið sækir á.

Heimildir:
http://time.com/4680193/eat-fruits-vegetables-live-longer/?xid=time_socialflow_facebook
http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item25796/Radleggingar_mataraedi_2016_Lowres.pdf
http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item14901/Hva%C3%B0%20bor…

 

Related posts

Bleik október hugleiðing

Snyrtivörur og aðrar eitraðar vörur í umhverfi okkar

Forvarnir okkar eru að falla – Fljótum sofandi að feigðarósi