Byggsalat frá Heilsustofnun

Halldór kokkur á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði á heiðurinn að þessari ljúffengu uppskrift að byggsalati.

Skammtastærð: Fyrir 2-4
2 litlar rauðrófur, bakaðar
300 gr soðið bygg
1 tsk túrmerik
1 stór lárpera
½ granateplakjarnar lamdir úr
Handfylli kóríander eða steinselja
3 handfylli af söxuðu grænkáli
Rifin börkur og safi úr ½ appelsínu og sítrónu
½ dl ólífuolía eða repjuolía
Þumall af piparrót
Salt/pipar

Aðferð:
Rauðrófurnar eru bakaðar heilar í ofni á 160°C í um 40 mínútur. Kældar, afhýddar og skornar í teninga. Byggið er soðið í vatni með smá grænmetiskrafti og túrmerik. Lárperan er skorin í teninga. Öllu er blandað saman og sett í skál. Að lokum er piparrót rifin yfir og skreytt með granatkjörnunum.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur