Grænkáls- og spínatlasagne með valhnetupestó

INNNIHALD LASAGNE

1 lítill blómkálshaus tekin í fernt
2 bökunarkartöflur skrældar, í bitum
½ sellerírót í bitum
300 gr blanda af grænkáli og spínati, saxað
5-6 msk næringager
½ tsk hvítur pipar
½ tsk múskat
½ tsk negull
1 tsk laukduft
1 tsk maísmjöl
600 ml möndlu/soja eða haframjólk
Pastapötur að eigin vali

VALHNETUPESTÓ

300 gr ristaðar valhnetur
1 krukka sólþurrkaðir tómatar með olíu
4 hvítlauksrif
1 tsk reykt paprika
½ tsk fennelduft
½ tsk oregano
Handfylli ferskt basil

AÐFERÐ

Við byrjum á því að finna pott nógu stóran sem rúmar blómkálið, kartöflurnar og sellerírótina. Setjum svo vatn í hann ásamt um 1 msk af salti og látum malla þangað til allt er orðið mjúkt, sigtum svo vatnið frá og setjum allt ofan í blandara. Það gæti þurft að vinna þetta í tvennu lagi, það fer allt eftir því hversu stóran blandara þið eigið.

Hellið mjólkinni ofan í blandarann ásamt næringageri, múskati, pipar, negul, laukdufti og maísmjöli og vinnið þangað til allt er mjúkt og fínt.

Þá er öllu skellt í skál ásamt kálinu og hrært vel saman þetta á að vera frekar þykkt mauk.

Fyrir valhnetutómatpestóið þá er öllu skellt í matvinnsluvél og unnið þangað til blandan er orðin frekar mjúk en samt gróf.

Svo byrjum við á að smyrja smá spínatgrænkálsblöndu í botninn á eldföstu móti og leggjum svo pastaplötur yfir og setjum svo annað lag af spínatblöndu ásamt öðru lagi af pasta. Eftir það smyrjum við góðan skammt af pestóinu okkar yfir pastað ásamt öðru lagi af pasta, spínatblöndu yfir það, pasta og svo síðustu spínatblönduna og svo ljúkum við þessu með því að smyrja pestói yfir.

Ofninn er hitaður í 180 gráður og rétturinn bakaður í um 35 mínútur. Þá er hann tekinn út úr ofninum og látin standa í 15 mínútur áður en hann er borin fram. Best finnst mér er að gera þetta deginum áður og hita það upp.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur