Vissir þú þetta um Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ)?

Félagið var stofnað á Sauðárkróki 5.júlí 1937 og fagnar því 80 ára afmæli á árinu.
 
„Markmið félagsins hefur frá stofnun verið að efla og útbreiða þekkingu á lögmálum heilbrigðs lífs samkvæmt því sem sannast og réttast reynist á hverjum tíma.
 
Einn af aðalhvatamönnum að stofnun þess var Jónas Kristjánsson læknir og frumkvöðull.

Lengi vel voru starfandi Náttúrulækingafélög í Reykjavík, Akureyri, Siglufirði, Sauðárkróki og Ísafirði. Í dag eru starfandi tvö félög undir NLFÍ en það eru Náttúrulækningafélag Reykjavíkur og Náttúrulækningfélag Akureyrar.

Matstofa félagsins tók til starfa 22. júní 1944 að Skálholtsstíg 7 en þar var um mikið brautryðjendastarf að ræða á sviði fæðissölu og mataræðis.

Félagið á og rekur Heilsustofun NLFÍ í Hveragerði sem tók til starfa árið 1955. Í dag sækja sér rúmlega 2000 einstaklingar endurhæfingu á Heilsustofnun á hverju ári.

Félagið gaf út tímaritið Heilsuvernd sem  byrjaði að koma út 1946 undir ritstjórn Jónasar Kristjánssonar en tveimur árum síðar voru áskrifendur 1600 talsins. Timaritið hætti útgáfu árið 1997 en síðan þá hafa ritstörfin færst á heimasíðu félagsins. 

Félagið er „non-profit“ og allur hagnaður fer í frekari rekstur félagsins til að stuðla að heilsueflingu landsmanna. 

Forseti félagsins er Gunnlaugur K. Jónsson. En hann er langafabarn Jónasar Kristjánssonar stofnanda félagsins. 

Félagið heldur Landsþing á tveggja ára fresti og sendir frá sér ályktanir með áherslum á forvarnir til bættrar heilsu landsmanna.  

Félagið hefur haldið á þriðja tug málþinga frá árinu 1996. Þessi málþing eru öllum opin og hafa verið mjög vel sótt í gegnum tíðina. Tilgangur þessara málþinga hefur alla tíð verið sá að fræða almenning um heilsusamlega lifnaðarhætti. Efni málþinganna hafa m.a. verið sykur, sætuefni, streita, hveiti, kulnun, þarmaflóran o.m.fl. Hægt er að kynna sér hvað komið hefur fram á þessum málþingum hér. 

Félagið heldur úti heimasíðunni www.nlfi.is . Þar má finna gríðarlegan  fróðleik um heilbrigt líferni. Þar er að finna úrval greina  sem skrifaðar voru í ritið Heilsuvernd.

Félagar í dag eru á annað þúsund. Árgjaldið er 2500 kr. Hægt er að ganga í félagið hér. Félagaaðild felur í sér sérkjör hjá ýmsum fyrirtækjum m.a. Heilsustofnun og frían aðgang að málþingum. Hér er hægt að skrá sig í félagið. 

Skrifstofa félagsins er á Laugavegi 7, 2.hæð. Opnunartími er 9-12 alla virka daga.

Related posts

Nýr pistlahöfundur

Gleðilegt nýtt ár

Ályktanir 39. landsþings Náttúrulækningafélags Íslands