Sykur eða sætuefni? – Málþing í mars 2016

Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efndi til málþings um sykur og sætuefni á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, þingsal 2, þriðjudaginn 15. mars 2016 kl. 19:30

Eftirfarandi spurningum var velt upp á málþinginu:
– Eru sætuefni hollara en sykur?
– Eru sætuefni í matvælum ofnæmisvaldar?
– Getur sykurneysla verið ávanabindandi – líkt og fíkniefni?
– Ávaxtasykur – er hann hollur?
– Sætuefni eða sykur fyrir börnin?
– Sætuduft – er það í lagi?
– Hvað getur komið í stað sykurs?
– Eru tengsl á milli sykurneyslu og sjúkdóma?
– Er hægt að treysta merkingum á umbúðum matvæla?

Myndbandsupptaka af öllu málþinginu fyrir hlé og eftir hlé.

Frummælendur:
– Þórhallur Ingi Halldórsson prófessor við Matvæla-næringarfræðideild HÍ. Eru sætuefni skynsamur valkostur við sykur?
– Haraldur Magnússon osteópati B.Sc. Skaðsemi aspartams, hvar liggur sannleikurinn í dag?  Hér má sjá glærur af fyrirlestri Haraldar.
– Anna Sigríður Ólafsdóttir dósent í næringarfræði við Menntavísindasvið HÍ. Sykur – hvers vegna er svo erfitt að standast sæta bragðið?
– Birna G. Ásbjörnsdóttir MSc næringarlæknisfræði. Þarmaflóran – hefur sykur eitthvað að segja?”  Hér má sjá glærur af fyrirlestri Birnu.

Fundarstjóri:
– Ingi Þór Jónsson markaðsstjóri Heilsustofnunar NLFÍ

Auk frummælenda sátu fyrir svörum:
– Ingibjörg Lóa Birgisdóttir, móðir drengs með flogaveiki. Reynslusaga.
– Ragnheiður Héðinsdóttir, forstöðumaður matvælasviðs Samtaka iðnaðarins.

Pallborðsumræður voru að loknum framsöguerindum þar sem gestir báru upp spurningar.

Related posts

Skjáfíkn – Málþing nóvember 2024

Skjáfíkn – Málþing

Vel heppnuð matþörungaferð