Kærleiksrík jól

Nú eru aðeins nokkrar vikur til jóla og við erum byrjuð að telja niður í jólahátíðina. Allir eru á fullu í jólaundirbúningnum en í stressinu i í kringum jólin þá gleymist það oft um hvað jólin snúast raunverulega. En þau eru hátíð ljóss og friðar en ekki nýrrar 66°N dúnúlpu eða nýju Playstation 5 tölvunni eins og búðareigendur eru að reyna að telja okkur trú um.

Jólin hafa ekkert með það gera hver gefur flottustu jólagjafirnar, hver á hreinasta heimilið, hver er með besta matinn, hver er í dýrustu fötunum eða hver á stærsta jólatréð!
Því miður eru jól nútímans orðin mikið markaðsstæki þar sem fyrirtæki eru að keppast um að selja vörur sínar. Samfélagsmiðar og dagblöð eru stútfull af auglýsingum á jólagjöfum og það er ekki hægt að kveikja á sjónvarpi eða útvarpi án þess að vera drekkt í auglýsum sem á að fá okkur til að versla meira.

Kúplum okkur útúr þessum markaðsvæddu jólum og njótum jólannna með vinum og ættingjum og gefum af okkur í formi ástar og kærleiks. Hamingja þessa heims verður ekki keypt með peningum þó auglýsingar séu að reyna að segja okkur annað.
Það er vonandi að COVID-19 veiran verði til þess að við hugum betur að tilgangi jólanna og rætkum okkar nánasta umhverfi í okkar litlu jólakúlu. Það er ágætt ein jól að vera ekki að stressa sig á endalausum jólahlaðborðum, jólaboðum, jólaskemmtunum og jólauntanlandsferð. Þetta mun minnka stressið í okkur og fá okkur til að leita að frið innra með okkur í stað þess að vera út um allar tryssur þessi jólin

Margir fá spurninguna “ertu búin að gera ALLT fyrir jólin?”. Það er verið að spyrja eins og jólin séu einhver kvöð sem maður á að kvíða!? Jólin eru ekkert til að kvíða, þetta er frábær gleðihátíð til að láta gott af sér leiða og vera hamingjusamur.

Ísland er ríkt land og eigum við flest vel í okkur og á. Við þurfum örugglega ekki nýustu gerð af snjallsíma, snjallúri eða leikjatölvu. Það sem við hins vegar þurfum að fá og gefa meira er kærleikurinn! Það vantar meiri kærleika í allt íslenskt samfélag og of margir eiga um sárt að binda. Það er sorglegt staðreynd að í okkar ríka samfélagi séu til einstaklingar sem þurfa að leita til hjálparstofnana til að geta haldið jól. Kim Larsen heitinn sagði; „Ég skil ekki hvað ríkisstjórnir ættu að gera annað en aðstoða þá sem minna mega sín – Hinir ríku/sterku er nokkuð góðir í því að bjarga sér sjálfir“

Eini tilgangur þessarar jarðvistar er að vera hamingjusamur og það gerir maður með því að gefa kærleik og móttaka hann líka. Dauðir hlutir líkt og tölvur eða nýjasti síminn veita ekki hamingju og einlægur kærleikur er mun verðmætari en dýrustu hlutir heims.
Hér eru nokkrar hugmyndir að því hvað er hægt er að gera til að gera þessi jól að þeim hamingjuríkustu sem þú hefur upplifað:

  • Gefðu sem flestum rafrænt knús í gegnum samfélagsmiðla eða fjarfundarbúnað. Sérstaklega gamalli frænku eða frænda sem þú hefur ekki heyrt í eða séð lengi
  • Láttu gott af þér leiða til góðgerðarsamtaka líkt og Mæðrastyrksnefndar, Samferða eða Samhjálpar.
  • Berðu burðarpoka fyrir aldna konu út í bíl, gefðu stöðumælaverði eða afgreiðslufólki  óvænta gullhamra.
  • Ef úti er mikill snjór,  farðu út vopnaður/uð skóflu og hjálpu öllum þeim sem eru með fasta bíla í skafli. Mokaðu einnig snjóinn úr innkeyrslu nágrannans.
  • Vertu ljúfasti bílstjórinn í umferðinni með því að veita öðrum forgang, hleypa fólki yfir gangbrautar, sýndu þolinmæði (það eru ekki allir jafn góðir bílstjórar og þú), í stað þess að vera með fýlusvip undir stýri á ljósum; veifaðu til náungans í næsta bíl og mundu að syngja jólalögin hástöfum undir stýri.
  • Hafðu símalausan sunnudag með fjölskyldunni þar sem þið takið jólanesti í göngferð í kringum Hvaleryrarvatn.

Hann er endalaus listinn af góðum verkum sem hægt er að gera um jólin, þó auðvitað verði að gæta að sóttvörnum þessi jólin.
Góðverk á maður að gera án þess að vænta nokkurs tilbaka. Því launin eru alveg ótrúlega mikil vellíðan og hamingja sem þú munt upplifa. Það er í raun það besta við þessi góðverk að þau launa manni svo vel með því að sjá gleðisvipinn og góðvildina sem maður fær tilbaka.

Eigið gleðileg og kærleiksrík jól.

Skrifað af Geir Gunnari Markússyni, ritstjóra NLFÍ ritstjori@nlfi.is

Related posts

Sterkur matur getur aukið lífslíkur

Grasaferð hjá Heilsustofnun

Sumarlokun skrifstofu NLFÍ