Tælenskt Panang er einfalt, bragðmikið, hollt og gott. Ég notaði kjúkling í þessa uppskrift en vitanlega má skipta honum út fyrir kartöflur, blómkál, tofu eða sveppi. Passlegt fyrir fjóra en nægir vel fyrir sex með hrísgrjónum á kantinum.
Þú þarft:
- 2 dósir kókosmjólk
- 3 msk rautt karrýmauk
- 2 msk hrásykur
- 2 msk fish sause
- 1 lime
- 1 kg kjúklingakjöt
- 100 g baunir
- 1 pk basil
- 1 bolli jarðhnetur
- 2 rauð chili
Aðferð:
- Hitið kókosmjólkina með karrýmauki, sykri, fiskisósu og berki og safa af einu lime. Leyfið karrýsósunni að malla í minnst korter.
- Skerið kjötið eða grænmetið í bita og steikið í nokkrum skömmtum á pönnu þar til það verður fallega brúnt. Bætið kjötinu og baununum út í karrýsósuna og sjóðið í um fimm mínútur.
- Þurrsteikið hneturnar á pönnu við frekar vægan hita þar til þær hafa tekið lit. Skerið chili í litlar sneiðar.
- Setjið karrýsósuna í skál og stráið yfir hnetum, chili og basil.
Mynd: Pálmi Jónasson