Ofvirkt „gæðaeftirlitskerfi“ líkamans talið valda fæðuofnæmi

Matarofnæmi hefur aukist til muna í „þróuðum“ löndum undanfarna áratugi. Talið er að um allt að 8% barna í Bandaríkjunum upplifi alvarleg ofnæmisviðbrögð af matvælum eins og mjólk, hnetum, fiski og skelfiski. En vísindamenn hafa átt erfitt með að útskýra hvað veldur þessari auknu tíðni fæðuofnæmis. Algeng kenning hefur verið sú að fæðuofnæmi myndist m.a. vegna takmörkunar á náttúrulegum sýklum  í okkar dauðhreinsaða nútíma umhverfi.

Í nýlegri vísindagrein sem skrifuð er af fjórum ónæmislæknum við Yale háskóla er talið að þessa auknu tíðni fæðuofnæmis megi reka til ofvirkni í svokölluð „gæðaeftirlitskerfi“ líkamans, þetta kerfi er mjög öflugt og þróað og er ætlað að vernda okkar í að borða skaðleg matvæli.
Mikið af ónáttúrulegum efnum í  nútíma umhverfi okkar, ónáttúrulegum matvælum með mikið af aukaefnum, uppþvottaefnum, hreinsiefnum, sem og nánast engin útsetning fyir náttúrulegum örverum, trufla þetta náttúrulega gæðaeftirlit líkamans að sögn greinarhöfuna.

Niðurstöður þessarar greinar geta lagt grunninn að meðferð og forvörnum gegn fæðuofnæmi að mati greinarhöfunda.

„Það er ekki hægt að koma í veg fyrir eða meðhöndla fæðuofnæmi að fullu, fyrr en við skiljum nákvæmlega undirliggjandi líffræði“, sagði meðhöfundurinn Ruslan Medzhitov, prófessor í ónæmislíffræði og vísindamaður við Howard Hughes læknastofnunina. „Þú getur ekki aldrei orðið góður bifvélavirki ef þú veist ekki hvernig venjulegur bíll virkar.“

Innbyggt gæðaeftirlitskerfi er til staðar í dýrum og þ.á.m. mönnum,  þetta kerfi inniheldur m.a. skynrænar varnir – ef eitthvað lyktar eða bragðast illa borðum við það ekki. Og það eru einnig „varðmenn“ í þörmum – ef við neytum eiturefna uppgötvast þau og eru send út úr líkamanum. Í síðara tilvikinu virkjast hluti ónæmiskerfisins sem og ósjálfráða taugakerfið, og saman losa  þau sig við ógnina.
Þessi tegund af ónæmiskerfissvörun kallar fram ofnæmi, þar með talin fæðuofnæmi. Þessi staðreynd ýtti undir svokallaða „hreinlætis tilgátu“ um fæðuofnæmi.  Samkvæmt kenningunni þá veldur skortur á náttúrulegum ógnum eins og sníkjudýrum, því að hluti ónæmiskerfisins  verður ofnæmur og líklegri til að bregðast harkalega við almennt saklausum próteinum sem finnast í ákveðnum fæðutegundin. Þessi  tilgáta svarar því líka hvers vegna fólk sem býr í dreifbýli er mun ólíklegra til að fá fæðuofnæmi en fólk sem býr í borgum.

Fæðuofnæmi hefur  haldið áfram að aukast löngu eftir að sníkjudýrum hefur verið eytt í hinum „þróaða“ heimi, sagði Medzhitov. Þannig að rannsakendurnur töldu að aðrir umhverfisþættir hafi áhrif á virkni í náttúrulega gæðaeftirlitinu í mönnum og stuðlað að fæðuofnæmi.

„Stór þáttur í þessu er aukin notkun hreinlætisvara og ofnotkun sýklalyfja og í einnig breyting  mataræði og aukin neysla unninna matvæla, minni trefjaneylsa, með minni útsetningu fyrir náttúrulega ræktuðum matvælum og breyttri samsetningu þarmaflórunnar,“ sagði Medzhitov. “
Auk þess hefur á undanförum áratugum verið kynnt til sögunnar matvælavarnarefni og umhverfishreinsiefni eins og uppþvottaefni, sem eru nýjir þættir sem gæðakerfið þarf að hafa eftirlit með.“ Saman stuðla þessar breytingar í umhverfinu og matvælaframleiðslu að því að gæðaeftirlit líkamans virkjast og  ónæmiskerfið bregst við próteinum í mat eins og það mundi bregðast við eitruðum efnum, að mati rannsakenda.

Fæðuofnæmi er ekki frábrugðið mörgum öðrum sjúkdómum, sem orsakast af óeðlilegri starfssemi við eðlilegum líffræðilegum viðbrögðum“, sagði Medzhitov. Að skilja undirliggjandi líffræði eðlilegra ferla eins og gæðaeftirlits matvæla ætti að hjálpa vísindamönnum að greina hugsanlega sökudólga ekki aðeins vegna fæðuofnæmi, heldur einnig öðrum sjúkdómum, halda höfundar fram.

Þýtt og endursagt úr grein af Sciencedaily.com

Skrifað af Geir Gunnari Markússyni, ritstjori@nlfi.is

Related posts

Gervilíf

Saga skógræktar á Íslandi

Bleik október hugleiðing