Klassískt guacamole – Hollt og gott

Guacamole er bragðgott og hollt meðlæti með mexikóskum réttum eða bara á brauðsneið. Þessi einfalda og góða uppskrift kemur úr smiðju Halldórs kokks á Heilsustofnun NLFÍ og hún svíkur engan

2 þroskuð avókadó, skræld og steinninn fjarlægður
2 tómatar, skornir í litla bita
6 vorlaukar, fínt saxaðir
2 msk. safi úr lime
Salt og svartur pipar eftir smekk

Setjið avókadóið í skál og stappið með gaffli. Bætið öllu saman við og hrærið vel. Einnig má bæta út í ½ líter af AB- mjólk sem búið er að sigta yfir nótt í gegnum síudúk eða kaffifilter.

Related posts

Sænskar kókoskúlur

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu