Jónas Kristjánsson

Jónas Kristjánsson, læknir (1870 - 1960) var einn helsti hvatamaðurinn að stofnun Náttúrulækningafélags Íslands. Jónas var langt á undan sinni samtíð og barðist fyrir heilbrigðum lífsháttum landsmanna. Heilsustofnun er uppskera baráttu þessa mikla atorku- og hugsjónamanns, en draumur hans rættist þegar heilsuhælið var formlega opnað 1955. Jónas lagði sitt lóð á vogarskálarnar í því skyni að gera fólki ljóst að heilsuna beri að virða og öllum sé skylt að líta í eigin barm og tileinka sér einkunnarorð Náttúrulækningafélags Íslands: "Berum ábyrgð á eigin heilsu";.