Yfirheyrslan – Haraldur Erlendsson geðlæknir

Haraldur Erlendsson geðlæknir er yfirlæknir og forstjóri Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. Hann leyfi okkur hjá Náttúrulækningafélaginu aðeins að skyggnast inn í líf sitt og svaraði nokkrum skemmtilegum spurningum í yfirheyrslunni.

Fyrstu sex í kennitölu?
240956
Fullt nafn?
Haraldur Erlendsson

Hefur þú einhver gælunöfn?
Halli (Halli húfa, Halli á Hælinu)

Fjölskylduhagir og einhver gæludýr?
Giftur og á þrjú börn um og yfir þrítugt og önnur þrjú fósturbörn.  Átti 50.000 býflugur en lét þær fara í sumar til góðs manns.

Hvar ertu fæddur og uppalinn?
Fæddur í Kaupmannahöfn og uppalinn á Rauðalæknum í Reykjavík.

Hefur þú búið erlendis?
Bjó að mestu í Englandi frá 1991-2012. 

Núverandi búseta?
Í Kópavogi upp við Elliðavatn.

Hvenær vaknaði áhugi þinn á geðlækningum?
Byrjaði að lesa um Charcot og Jung fimmtán ára gamall.  Eftir snjófljóðin á Flateyri árið 1995 þar sem ég var heimilislæknir þá fór ég að vinna í áfallameðferð og fannst það mjög áhugavert og það kom mér í fagið. 

Hvaðan kemur þessi áhugi þinn á óhefðbundnum lækningum?
Alltaf haft áhuga á hlutum sem fara aðeins lengra og um það sem ekki er að fullu vitað. Lærði til að mynda nálastungur meðan ég var í læknanáminu.
Hef haft áhuga á grænmetisfæði frá unglingsárum en faðir minn er grænmetisæta frá unglingsárum.

Hvað sinnir Heilsustofnun mörgun skjólstæðingum á ári?
Það nálgast 2000 manns.

Eru aðallega eldri borgarar sem eru dvalargestir á Heilsustofnun?
Já allir eldri en átján ára og undir hundrað. Engir yngri borgarar.

Ertu með bakgrunn í einhverjum íþróttum?
Lærði Karate á yngri árum og seinna tai chi og chi kung.

Stundar þú einhverja líkamsrækt, og þá hverja?
Hjólreiðar.

Hversu marga facebook vini áttu?
Er með tvær síður. Önnur fyrir vinnuna og þar er ég með um 1800 vini en um 50 á hinni sem er bara fyrir fjölskylduna.

Hver var síðasti facebook status þinn?
Hélt upp á fimm hendur (60 ár) um helgina!

Uppáhaldsmatur?
Vel krydduð linsubaunasúpa.

Uppáhaldsdrykkur?
Te með engifer og sítrónu.

Uppáhaldslag?
Veturinn eftir Vivaldi.

Uppáhaldsbíómynd?
Avatar.

Frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Sathya Sai Baba.

Markmið í heilsubransanum?
Mannrækt

Markmið í lífinu?
Njóta,  vera í góðu jafnvægi og vera vel tengdur tilverunni og fólkinu

Mottó?
Satyan nasti paro dharmah -There  is no religion, higher than truth.

Hræðist þú eitthvað?
Vera tregur og verða fullorðinn.

Hvað er það sem fáir vita um þig?
Áhugi á heimspeki, andlegri viðleitni og jóga og svo algjör della fyrir örnefnum og útreikningum tengt því.

Hverjar eru þínar fyrirmyndir í lífi og starfi?
Ramakrishna Paramahamsa og Carl Gustaf Jung.

Þú hefur aðeins verið í ritstörfum. Hvaða bækur hefur þú skrifað og hvaðan koma hugmyndirnar að þessum bókum?
Gaf út skáldsögu fyrr á árinu (The Man Who Drew Triangles) með vini mínum Keith Hagenbach.  Hún byggir að miklu leyti tengslum manna við innri veruleika svo sem drauma og aðrar slíkar upplifanir en líka rannsóknir mínar á örnefnum á Íslandi og víðar.

Hvaða góð og einföld ráð getur þú gefið fólki sem vill sem besta geðheilsu?
Hreyfa sig reglulegar, stunda íhugun, sinna áhugamáli, njóta góðs matar og félagsskapar með góðu fólki.

Notkun geðlyfja er gríðarleg á Íslandi. Erum við orðin betri í að greina og meðhöndla geðsjúkdóma eða erum við bara duglegri að framleiða lyf og ávísa þeim?
Vondu málin eru róandi lyf og svefnlyf – ofnotkun er gífurleg á Íslandi.  Nýrri þunglyndislyf eru að hjálpa mikið enda þar mikill vandi hjá landanum en mætir oft litlum skilningi.  Athyglisbrestur og ofvirkni eru enn sem komið er lítið sinnt og þar þurfum við að gera miklu betur enda er þessi vandi einn sá dýrasti sem leggst á mannkynið.

Hvaða aðrar leiðir en lyf má notast við til að meðhöndla geðsjúkdóma?
Hafa skyldur, hreyfa sig reglulegar, stunda íhugun, njóta góðs matar og félagsskapar með góðu fólki.

Hvað er framundan hjá þér?
Næsta bókin.

Related posts

Yfirheyrslan – Lovísa Rut

Kynning á Hildi Ómarsdóttur nýjum pistlahöfundi

Yfirheyrslan – ANDRI ICELAND