Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efndi til málþings undir heitinu „Þarmar með sjarma!“ á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, þingsal 1 þriðjudaginn 10. nóvember 2015 kl. 20:00. Á þriðja hundrað manns troðfylltu salinn er greinilegt að þarmarnir eru með mikið aðdráttarafl.
Þessum spurningum var velt upp á málþinginu:
- Eru þarmar með sjarma?
- Er fæði frummannsins betra fyrir þarmana?
- Eru þarmar matvandir?
- Byrjar og endar heilsa okkar í þörmunum?
- Eru tengsl milli þarma og ADHD?
- Hefur sykurneysla áhrif á þarma?
Frummælendur
– Haraldur Erlendsson geðlæknir og forstjóri Heilsustofnunar NLFÍ – Frummaðurinn og nútíminn. Hér má nálgast glærur af erindi Haraldar og hljóðskrá.
– Rakel Fleckenstein Björnsdóttir þýðandi – Þarmar með sjarma. Hljóðskrá af erindi Rakelar.
– Birna G. Ásbjörnsdóttir MSc í næringarlæknisfræði og MSc nemi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum – Þarmaflóran – okkar eigin hönnun. Hljóðskrá af eindi Birnu.
– Haraldur Erlendsson geðlæknir og forstjóri Heilsustofnunar NLFÍ – Frummaðurinn og nútíminn. Hér má nálgast glærur af erindi Haraldar og hljóðskrá.
– Rakel Fleckenstein Björnsdóttir þýðandi – Þarmar með sjarma. Hljóðskrá af erindi Rakelar.
– Birna G. Ásbjörnsdóttir MSc í næringarlæknisfræði og MSc nemi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum – Þarmaflóran – okkar eigin hönnun. Hljóðskrá af eindi Birnu.
Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur og formaður fræðslunefndar NLFÍ setti málþingið.
Fundarstjóri
Margrét Grímsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ.
Pallborðsumræður voru að loknum framsöguerindum. Hljóðskrá af pallborðumræðum