Spennandi námskeið – Komdu með!

Komdu með – betra líf allan ársins hring
7 daga heilsunámskeið dagana 14.-21. janúar 2018

Hressandi sjálfstyrkingarnámskeið fyrir þá sem vilja koma sér af stað, setja sér markmið varðandi hreyfingu og mataræði og huga að andlegri líðan.

Markmið námskeiðisins er að kenna einstaklingum að bera ábyrgð á eigin heilsu með því að huga að mataræði, reglulegri hreyfingu, streitu og andlegri heilsu. Á námskeiðinu er lögð áhersla á hressilega hreyfingu, hollt mataræði, fræðslu, slökun og útivist í fallegu umhverfi. Farið verður í markmiðasetningu í heilsueflingu og mikilvægi þess að horfa lengra fram í tímann.

  • Skemmtileg og fjölbreytt hreyfing í fallegu umhverfi
  • Hollur og næringarríkur matur
  • Lærum að höndla og minnka streitu
  • Lærum að bæta svefninn
  • Lærum að setja okkur raunhæf markmið og fylgja þeim

Innifalið á námskeiðinu er:

  • Gisting
  • Ljúffengur og hollur matur
  • Þrek- og vatnsleikfimi,
  • Jóga og göngur
  • Skipulagðar hjólaferðir og ferð í Laugarvatn Fontana
  • Matreiðslunámskeið
  • Fræðsla um mataræði, næringu, streitu og svefn
  • Markmiðasetning
  • Núvitund (mindfulness)
  • Slökun
  • Aðgangur að sundlaugum og baðhúsinu Kjarnalundi
  • Aðgangur að líkamsrækt

Verð 160.000 kr. á mann – 149.000 kr. á mann í tvíbýli.

Skráning á heilsa@heilsustofnun.is eða í síma 4830300

Related posts

Vel heppnuð matþörungaferð

Matþörungaferð 21.september

Vel heppnað kryddjurtanámskeið