Málþingi NLFÍ undir yfirskriftinni „Nikótínpúðar – ný heilsufarsvá“ sem haldið var á þriðjudagskvöldið 5.mars sl. tókst mjög vel. Þó að málþingið hafi verið fámennt var það mjög góðmennt og á mælendaskrá voru margir helstu sérfræðingar á sviði sviði forvarna, rannsókna, lækninga og æskulýðsstarfa á Íslandi. Einnig var dýrmætt að heyra reynslu framhaldsskólanema af nikótínpúðum, og hversu „normal“ það væri að sjá framhaldsskólanema í dag með hvíta nikótínpúða í vör.
Notkun og útbreiðsla nikótínpúða er orðin sorglega mikil og þetta málþing undirstrikaði mikilvægi þess að við sem samfélag förum að spyrna við fótum og berjumst gegn þessari vá með öflugri forvarnarstefnu, líkt og gert var með tóbaksreykingar.
Fundarstjóri var Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ
Frummælendur voru:
- Margrét Lilja Guðmundsdóttir, þekkingarstjóri Planet Youth
Útbreiðsla nikótíns meðal barna og ungmenna. Hvað sýna gögnin?
Hér má nálgast glærur Margrétar Lilju - Árni Guðmundsson, aðjúnkt og sérfræðingur í æskulýðsmálum
Nikótín og normalisering, saga sérhagsmuna
Hér má nálgast glærur Árna - Embla María Möller Atladóttir, formaður Keðjunnar, nemendafélags Kvennaskólans
Upplifun og viðhorf framhaldsskólanema - Stefán Pálmason, tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munns
Nikótínpúðar og munnholið - Lára G. Sigurðardóttir, læknir, doktor í lýðheilsuvísindum og læknir hjá SÁÁ
Áhrif nikótíns á taugaþroska barna og ungmenna
Hér má nálgast glærur Láru
Pallborðsumræður voru að loknum framsöguerindum þar sem gestir báru upp spurningar.
Fræðslunefnd NLFÍ vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í málþinginu kærlega fyrir velheppnað málþing.
Upptöku af málþinginu má nálgast hér fyrir neðan