Þorbjörg Hafsteinsdóttir – Hvað er sykur?


Ég vil hefja mál mitt á því að þakka NLFÍ fyrir að standa að þessu málþingi sem fjallar um sykur. það er tímabært að við stöldrum við og ræðum þennan þátt af næringu okkar manna og getum notað þetta tækifæri til að endurskoða og endurmeta notkun og gildi þessa efnis sem við köllum sykur. 

Hvað erum við að tala um? Jú sykur er efni sem við öll þekkjum mæta vel. það er það fyrsta bragð sem við skynjum úr móðurmjólkinni og mörg okkar mun alltaf tengja sætubragðIð hlýju og öryggi.
Á 18. öld þegar vísindamenn hófu ransóknir sínar á gæðum eða því sem við í dag köllum næringargildi fæðunnar, fundu þeir þrjá megin flokka sem eru prótein eða eggjahvítuefni, fitur og kolvetni.

Ef þú ferð inn í meðal kjörbúð í dag og tekur allt ætt og vigtar það mun þú sanna, að næstum því allar matvörur þar eru kolvetni: ávextir, hrisgrjón, pasta, mjöl og grjón, kartöflur, grænmeti og allt sem við köllum snakk og sælgæti.

Ef maturinn er hvítur á lítinn, og það er ekki mjólk eða eggjahvíta úr eggi geturu verið viss um að maturinn sé aðallega úr kolvetni. Og ef maturinn er sætur þá er það kolvetni. Allt sem er af vegetalbiskum eða jurta uppruna og vex í eða á jörðinni endar með að verða að kolvetnum í fæðunni þinni. það eru tvær undantekningar hér sem teljast undir próteín og það er baunafjölskyldan eða belgávextir sérstaklega soyabaunir og sérstök gerð af þörungum sem kallast bláþörungar eða spírúlina. Inntaka af einföldum kolvetnum hefur aukist með stöðugum hraða síðustu 50-100 árin.

Með einföldum kolvetnum er ég að meina sykur, hvítt hveiti, hvít hrísgrjón, kex, kökur, sælgæti, súkkulaði, ljós eða hvít brauð, sykur í gosdrykkjum og söfum. Ef hvíti sykurinn ætti að koma á markað í dag er alls ekki víst að það yrði gefið leyfi fyrir honum nema gegn lyfseðli. það er vegna þess að sykur er utanað komandi efni sem hefur lífefnafræðileg áhrif á starfsemi heilans og þar á meðal boðefna og boðbera taugakerfisins.

Sykur hefur ásamt einföldum kolvetnunum sem um var rætt áðan, áhrif á insúlinstig blóðsins. Hlutverk insúlínsins, sem er hormón framleitt í brisinu, er að leiða sykurinn frá kolvetnunum úr blóðinu inn í frumurnar þar sem sykurinn nýtist sem orka. Glúkósi sem niðurbrotin kolvetni nefnast er einnig aðallorkugjafi heilans og þar af leiðandi mjög mikilvæg efni fyrir starfsemi líkamans í heild.

En það getur orðið of mikið af því góða. Til dæmis nota amerískir borgarar að meðaltali 52% af hitaeinungum úr kolvetnum og þá aðallega einföldum sykrum og sterkjum. þessi notkun af kolvetnum er tiltölulega nýtt fyrirbæri í mannkynssögunni.

Mikil inntaka kolvetna og þá sér í lagi einfaldra kolvetna og sykurs og þar af leiðandi tíð örvun insúlínsins getur haft miður góðar afleiðingar sem einkennist af ástandi sem sérfræðingar á þessu sviði nefna syndrom X.
Hér er um að ræða offitu, hátt tríglyceríð fitu í blóði, hátt kolesteról, háan blóðþrýsting, diabetis eða sykursýki.
Hjá konum þar að auki ójafnvægi í hormóakerfinu sem leitt getur til polysystic ovariesyndrom, sem er sjúkdómur sem einkennsist af blöðrum sem myndast á eggjastokkum og geta varnað eðlilega myndun eggja.
Einnig einkennist Syndrom X af ýktum hárvexti á efri vörinni, höku, fót- og handleggjum, á maga og öxlum. Einnig brjóstakrabbamein. Hjá börnum sjást einkenni sem fita, þessi mjúka dellufita kringum maga og mjaðmir. Drengirnir fá oft snert af brjóstum og bíldekk um mjaðmirnar og stúlkurnar vantar náttúrulega mótaðar mjaðmir. Þetta er mjög leiðinlegt fyrir þessa krakka að líta svona út og oft eru þeim strítt og fá fáa sigra á skólagöngu sinni og geta átt erfitt með að afla sér vina.

Það er mikilvægt að taka á þessu vandamáli barnanna. Ég er ekki að tala um megrunar kúr. Það er hægt að borða sig út úr háu insúlíni og þar með borða sig út úr Syndrom X. Þetta fjallar ekki um kúr, en um lísstílsbreytingu þar sem mataræðið skiptir megin máli.

Ég er viss um það að þið eruð mörg hér sem þekkið það að detta í sykur. Að fara á súkkulaðiflipp eða háma í ykkur einn, tvo poka af lakkrískonfekti af því að þið getið ekki ráðið við freistinguna.

Kannski voruð þið eins og ég sem krakki sem leitaði alls staðar af aur eða vílaði ekki fyrir mér að stela 100 kalli úr buddunni hennar mömmu og skjálfandi á beinunum hljóp niður í sjoppu til að kaupa mér nammi. Þetta er fíkn, sykurfíkn og þú getur verið alveg eins háð sykri ein og þú getur verið háð td áfengi.
Margir tugir skjólstæðinga minna hafa leitt mig í ljós um samhengi milli áfengis fíknar og sykur fíknar. Óvirkir alkoholistar eru án undantekninga þegar þeir koma til mín með sykurfíkn og börn alkóhólista einnig.

Sykur hefur þau áhrif á fólk með sykurónæmi að framkalla beta-endorfín sem er morfínefni líkamans og framkallar vellíðan og tilfinningu af góðu sjálfsmati. þetta hljómar nú vel og allt blessað með það en það leiðinlega við þetta er að víman varir stutt. Og það þarf meira efni. Velliðanin fer brátt að leyða út í vanlíðan og þreytu, einbeitingarskorti og vanmati á sjálfum sér. Blóðsykursvandamál köllum við þessi einkenni.

Fyrir utan blóðsykurinn eru mismunandi efni í heilanum sem hafa áhrif á skapgerð þína og viðmót. Serotonin er eitt slíkt efni sem er mikilvægt fyrir sykurónæmt fólk. Lágt serotonin stig getur gert þig þunglynda, impulsifa og þú hefur steka löngun í áfengi, sælgæti eða kolvetni. það er búið að finna leið til að hækka stig serótonin hjá þunglyndu fólki. Fontex, Soloft, Cipramil eru nokkrar þeirra. Það mætti reyna rétt mataræðið einnig hér.

Offita, sykrusýki, hjarta- og æðasjúkdómar, eru sjúkdómar, sem fyrir utan þær þjáningar og skert lífsgæði þeirra sem fyrir þeim verða, kostar þjóðfélagið gífurlegt fjármagn í meðhöndlun og rannskóknum þeim sem tengjast þessum sjúkdómum.

Vanlíðan og þunglyndi og tenging við sykur og svokallað sykuróþol þarf að skoða og taka alvarlega. Hér er gífurlega mikilvægt verkefni sem liggur i höndum heilbrigðisgeirans, næringarráðgjafa, kennara og ekki minnst foreldra, sem fjallar um forvarnir í gegnum kennslu, upplýsingar og meðvitund. Sér í lagi er mikilvægt að börnin okkar fái fræðslu og tileinki sér meðvitund um mataræði og hérundir skaðlegs áhrifs óhóflegrar sykurneyslu.

Og við fullorðna fólkið verðum að taka þá ábyrgð að vera góð fyrirmynd barnanna í þessum málum sem öðrum, sem tengjast líkamlegum og andlegum þroska og góðrar heilsu.

Takk fyrir Þorbjörg Hafsteinsdóttir

Related posts

Bleik október hugleiðing

Snyrtivörur og aðrar eitraðar vörur í umhverfi okkar

Forvarnir okkar eru að falla – Fljótum sofandi að feigðarósi