Málþing – Nikótínpúðar, ný heilsufarsvá!

Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til málþings um nikótínpúða á Reykjavík Natura – Berjaya Iceland Hotels þriðjudaginn 5. mars kl. 19:30
BEINT ÚTSENDING VERÐUR Í KJARNA FÉLAGSHEIMILI NLFA Í KJARNASKÓGI Á AKUREYRI

  • Hvaða áhrif hafa nikótínpúðar á heilsufar?
  • Hvaða áhrif hafa nikótínpúðar á börn og unglinga?
  • Hversu stórt hlutfall landsmanna undir 30 ára notar nikótínpúða?
  • Hver eru áhrif nikótínpúða á taugakerfið?
  • Er notkun nikótínpúða jafn hættuleg og sígaretta?
  • Hvað innihalda nikótínpúðar?
  • Þarf strangari löggjöf um sölu og markaðssetningu nikótínpúða?
  • Hvert geta þeir leitað sem vilja hætta notkun nikótínpúða?

Frummælendur:

  • Útbreiðsla nikótíns meðal barna og ungmenna. Hvað sýna gögnin?
    Margrét Lilja Guðmundsdóttir, þekkingarstjóri Planet Youth
  • Nikótín og normalisering, saga sérhagsmuna
    Árni Guðmundsson, aðjúnkt og sérfræðingur í æskulýðsmálum
  • Upplifun og viðhorf framhaldsskólanemaEmbla María Möller Atladóttir, formaður Keðjunnar, nemendafélags Kvennaskólans
  • Nikótínpúðar og munnholið
    Stefán Pálmason, tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munns
  • Áhrif nikótíns á taugaþroska barna og ungmenna
    Lára G. Sigurðardóttir, læknir, doktor í lýðheilsuvísindum og læknir hjá SÁÁ

Fundarstjóri:

  • Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ

Öll velkomin.
Aðgangseyrir 3.500 kr. – Frítt fyrir félagsmenn

Berum ábyrgð á eigin heilsu

Related posts

Skjáfíkn – Málþing nóvember 2024

Skjáfíkn – Málþing

Vel heppnuð matþörungaferð