Kyrrðar- og kærkleikskvöld Náttúrulækningafélags Reykjavíkur var haldið 6. desember 2022 s.l.
Ánægjulegt var að sjá hve margir gáfu sér tíma til að koma á Kærleiks- og kyrrðarkvöld NLFR þriðjudaginn 6. desember sl., þrátt fyrir HM í fótbolta og fjölda af uppákomum í borginni.
Dagskrá hófst með því að Pálmi Jónasson sagnfræðingur las formála úr bók sem hann er að skrifa um ævi og lífshlaup Jónasar Kristjánssar læknis og frumkvöðuls í náttúrulækningum á Íslandi. Jónas stóð fyrir stofnun Náttúrulækningafélags Íslands og einnig fyrir byggingu og opnun Heilsuhælisins í Hveragerði árið 1955 ásamt fjölda vina og velunnara. Ævisagan kemur út fyrir jólin á næsta ári.
Hjónin Björn Már Ólafsson læknir og Sigríður Ólafsdóttir sérkennari spiluðu fallega tónlist, hann á tónsög og hún á flygil. Hún sagði síðan frá hvernig það vildi til að þau fóru að spila saman á þessi hljóðfæri, en það hófst þegar þau voru í námi í Svíþjóð.
Björn Már las fallega sanna jólasögu um föður sinn þegar hann var í námi í læknisfræði í Reykjavík á fyrri hluta síðustu aldar.
Helga Björk Bjarnadóttir jógakennari leiddi gesti í núvitund og slökun.
Boðið var upp á jurtate frá Heilsustofnun og lífrænar piparkökur frá Brauðhúsinu í Grímsbæ. Að lokum fengu allir jólagjöf með sér heim.
Stjórn NLFR þakka fyrir kvöldið og óskar félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla árs og friðar. Þökkum samveruna í félaginu í gegnum árin.
Stjórn NLFR
Ingi Þór Jónsson
Brynja Gunnarsdóttir
Björg Stefánsdóttir
Ásthildur Einarsdóttir
Bjarni Þór Þórarinsson