Kulnun – Málþing í nóvember 2018

Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efndi til málþings undir yfirskriftinni, Kulnun -Einkenni, orsök og leiðir til bata,  á Icelandair Hotel Reykjavik Natura, þingsal 2, þriðjudaginn 13.nóvember s.l.

Málþingið var sótt af rúmlega 200 manns og greinilegt að almenningur er áhugasamur um þessa nýjustu heilsuvá landsmanna. Tilfellum kulnunar fjölgar sífellt og það er mikil þörf á því að fólk þekki einkenni kulnunar og geti tekist á við hana áður en það er of seint og vandamálið orðið enn stærra.

Fundarstjóri:
Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur á Heilsustofnun NLFÍ og formaðurfræðslunefndar NLFÍ.

Frummælendur (hægt er að klikka á nafn erindis til að lesa glærur frummælenda):

Pallborðsumræður voru að loknum erindum og sköpuðust líflegur umræður um hinar ýmsu hliðar kulnunar og örmögnunar.
Það er von fræðslunefndar NLFÍ að þetta málþing hafi svarað einhverjum spurningum almennings um kulnun, einkenni hennar, ástæður og leiðir að bata.

Related posts

Vel heppnuð matþörungaferð

Matþörungaferð 21.september

Vel heppnað kryddjurtanámskeið