Náttúrulækningafélag Íslands efnir til málþings um hvítt hveiti á Icelandair hotel Reykjavík Natura, þingsal 1, þriðjudaginn 21.október kl.19:30.
Þetta er málþing sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Mikið af áhugaverðum erindum um hvíta hveitið.
Þessum spurningum verður velt upp á málþinginu:
- Er hvítt hveiti ofnæmisvaldur?
- Er glúten slæmt fyrir meltinguna?
- Hvernig er hvítt hveiti unnið?
- Hver er munur á spelti og hveiti?
- Lífrænt korn eða hefðbundið?
Dagskrá
Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur setur málþingið.
Ávarp: Gunnlaugur K. Jónsson, forseti NLFÍ.
Fundarstjóri: Haraldur Erlendsson, forstjóri og yfirlæknir á Heilsustofnun NLFÍ.
Er hveiti bara hveiti? Hvað segir meltingin?
Sigurjón Vilbergsson, lyflæknir og meltingasérfræðingur.
Að vera eða vera ekki óþolandi hveiti, það er spurningin
Dr. Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor og yfirlæknir, ónæmisfræðideild LSH.
Glútenóþol, hveitiofnæmi, Seliak og glútenóþolssamtök Íslands
Ösp Viðarsdóttir, næringarþerapisti og Birna Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Lífrænn bakstur
Sigfús Guðfinnsson, bakarameistari, Brauðhúsinu Grímsbæ.
Reynslusaga
Þorleifur Einar Pétursson, flugmaður.
Hveitilaus matargerð
Sólveig Eiríksdóttir, GLÓ.
Pallborðsumræður
Allir velkomnir.
Aðgangseyrir aðeins 2.000 kr. – Frítt fyrir félagsmenn.